Flugvél brotlenti á Keflavíkurflugvelli

Flugslys varð á Keflavíkurflugvelli um kl. hálf sex í morgun. Hjól þotu sem var í æfingaflugi fóru ekki niður og brotlenti hún. Fimm manns voru um borð og þurfti að flytja að einn á á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með minniháttar meiðsli samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Suðurnesjum. Hann er talinn ökklabrotinn. Vélin er rússnesk og Rússar um borð. Vélin er af gerðinni Sukhoi SuperJet-100 og hefur verið í æfingaflugi á Keflavíkurflugvelli undanfarna daga.

Slökkvi- og sjúkralið ásamt lögreglunni kom á völlinn til aðstoðar. 

Samkvæmt upplýsingum Brunavarna Suðurnesja var vélin við æfingar í nótt og að taka á loft og lenda. Um kl. hálf sex fóru hjól hennar hins vegar ekki niður og hún magalenti og rann út af brautinni.

Hreyfill vélarinnar er m.a. brotinn en engin olía lak og vettvangurinn því tryggur. Að sögn varðstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja verður nú unnið að því að fjarlægja brak vélarinnar af vellinum.

Við æfingaflug á vegum framleiðanda

Flugbrautin sem vélin lenti á er lokuð en aðrar brautir vallarins opnar. Samkvæmt upplýsingum Isavia er gert ráð fyrir að flug um Keflavíkurflugvöll geti verið með eðlilegum hætti í dag og að ekki er gert ráð fyrir seinkunum.

Rannsóknarnefnd samgöngumála og lögreglan á Suðurnesjum vinna að rannsókn málsins en á þessari stundu er ekki vitað hvað olli slysinu. Umrædd flugvél hefur verið síðastliðinn mánuð við tilrauna- og æfingaflug á Keflavíkurflugvelli á vegum framleiðanda vélarinnar, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Suðurnesjum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert