Leita 16 ára ferðamanns

Vinsæl gönguleið er yfir Fimmvörðuháls.
Vinsæl gönguleið er yfir Fimmvörðuháls. Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg

Björgunarsveitir frá Hellu og Hvolsvelli leita nú 16 ára ítalsks ferðamanns sem varð viðskila við fjölskyldu sína í göngu á Fimmvörðuhálsi.

Fjölskyldan lagði af stað um níuleytið í morgun, en þegar hópurinn skilaði sér var ljóst að drengurinn var ekki með. Þegar ljóst var að drengurinn hafði ekki skilað sér í skála á svæðinu voru björgunarsveitirnar sendar af stað til að leita hans.

Lögregla telur ekki ástæðu til að óttast um líf drengsins að svo stöddu, því veðurskilyrði eru mjög góð, auk þess sem hann var með einhvern búnað til útivistar meðferðis. Lofthiti er eitthvað um 15 gráður á svæðinu auk þess sem ekki er rigning.

mbl.is