Andlát: Jóhannes Jónsson

Jóhannes Jónsson.
Jóhannes Jónsson. Skapti Hallgrímsson

Jóhannes Jónsson, verslunarmaður og fjárfestir, er látinn 72 ára að aldri. Hann lést á Landspítalanum í morgun eftir stutta sjúkrahúsvist.

Hann var fæddur þann 31. ágúst 1940. Hann lætur eftir sig eiginkonu, tvö börn, tvö stjúpbörn og fimm barnabörn.

Banamein hans var krabbamein, en hann hafði glímt við sjúkdóminn frá árinu 2010.

Jóhannes byrjaði ungur að vinna hjá föður sínum í matardeild Sláturfélags Suðurlands og tók síðar við sem verslunarstjóri þar og sinnti því starfi í á annan áratug. Jóhannes lærði prentiðn, en kaupmennska var hans ævistarf.

Árið 1989 stofnaði Jóhannes verslanir Bónus ásamt fjölskyldu sinni.





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert