Jórunn Pála í formannsframboð

Jórunn Pála ásamt meðframbjóðendum
Jórunn Pála ásamt meðframbjóðendum

Jórunn Pála Jónasdóttir gefur kost á sér til formennsku í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, á aðalfundi félagsins sem haldinn verður næstkomandi miðvikudag. Þetta segir í tilkynningu frá framboði Jórunnar Pálu.

Jórunn er laganemi á þriðja ári við Háskóla Íslands og hefur mikla reynslu af félagsstörfum. Hún var gjaldkeri Málfundafélagsins Framtíðarinnar í MR og formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta 2012-2013. Jórunn starfar nú sem hagsmuna- og lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Þá er hún einn stofnenda fyrirtækisins Ad Astra sem heldur námskeið fyrir bráðger og námsfús börn.

Varaformannsefni Jórunnar er Sigurður Helgi Birgisson. Hann er stjórnarmaður í Vöku og hefur starfað mikið með sjálfstæðisfélögunum í Reykjavík. Sigurður sat einnig í stjórn Framtíðarinnar í MR.

Fjölbreyttur hópur ungra sjálfstæðismanna býður sig fram til forystu með þeim Jórunni Pálu og Sigurði Helga. Þau eru Agnes Linnet, nemi í rafmagnsverkfræði, Andrea Björnsdóttir, nemi við Verslunarskóla Íslands, Andri Már Hermannsson stjórnmálafræðinemi, Daníel Ingvarsson, nýstúdent frá Verslunarskóla Íslands, Elín Jónsdóttir verslunarmaður, Guðný Halldórsdóttir, laganemi við HÍ, Jón Birgir Eiríksson, laganemi við HÍ, Jökull Viðar Gunnarsson viðskiptafræðingur, Lísbet Sigurðardóttir, nemi í MR, og Vilhjálmur Þór Svansson lögfræðingur.

Kosningaskrifstofa framboðs Jórunnar Pálu er að Vesturgötu 10

Jórunn Pála Jónasdóttir og Sigurður Helgi Birgisson
Jórunn Pála Jónasdóttir og Sigurður Helgi Birgisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert