Ríkisstjórnin með 54% stuðning

Ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks.
Ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. mbl.is/Eggert

Ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks mælist nú með stuðning 54% prósenta kjósenda samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Stuðningurinn minnkar um 4 prósentustig frá síðustu könnun og hefur dregist saman um 8 prósentustig frá því hann var fyrst mældur. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Þá segir að ef litið sé á fylgi flokkanna myndu rösklega 26% þeirra sem afstöðu tóku kjósa Sjálfstæðisflokkinn og hefur fylgi flokksins haldist nokkuð stöðugt frá kosningum.

Nær 18% prósent styðja Framsóknarflokkinn og fylgi flokksins heldur áfram að dala frá því að kosið var. Þá hafði hann 6 prósentustigum meira fylgi.

Samfylkingin fær 14% fylgi. Vinstri hreyfingin - grænt framboð bætir hinsvegar við sig 3 prósentustigum og fær 16% fylgi. Flokkurinn hefur stöðugt rétt úr kútnum frá kosningum og bætt við sig 5 prósentustigum og hefur ekki mælst með jafn mikið fylgi í tvö ár.

Um tíundi hver svarenda styður Bjarta framtíð og fylgi flokksins hefur lítið breyst á undanförnum mánuðum. Rúmlega 9% myndu kjósa Pírata sem hafa verið á stöðugri uppleið frá því kjósendur gengu síðast að kjörborðinu. Aðrir flokkar fá 1-2%.

Könnunin var gerð í þessari viku, í úrtakinu voru rúmlega 5.300 manns og svarhlutfallið var 60%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert