Hundrað íslensk ungmenni á Evrópuhátíð KFUM

Rúmlega hundrað íslensk ungmenni taka þátt í Evrópuhátíð KFUM í …
Rúmlega hundrað íslensk ungmenni taka þátt í Evrópuhátíð KFUM í Prag í Tékklandi. Ljósmynd/Bogi Benediktsson

Rúmlega 100 íslensk ungmenni taka nú þátt í Evrópuhátíð KFUM í Prag í Tékklandi. Mótið stendur yfir dagana 4. til 10. ágúst og sækja yfir 5.000 þátttakendur víða af úr heiminum mótið. Ungmennin eru frá rúmlega fjörtíu löndum. Flest þeirra koma frá Evrópu en einnig frá Kanada, Bandaríkjunum og Rússlandi.

Íslensku þátttakendurnir komu til Prag á föstudaginn og hófst mótið á sunnudaginn.

Á mótinu gefst ungmennunum tækifæri til að kynnast jafnöldrum sínum og menningu þeirra, en löndin eru með bás á hátíðarsvæðinu þar sem þátttakendur kynna land sitt í máli og myndum. Boðið er upp á ýmsa afþreyingu á svæðinu og bjóða þátttakendur landanna upp á hina ýmsu leiki, íþróttir og aðra skemmtun.

Mótið var fyrst haldið árið 2003 og hefur síðan verið haldið í Prag á fimm ára fresti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert