Afbökum þá sem ekki þora að tala

Í dag opnar sýningin: Ég fæ ekki af mér að flýja af hólmi - Hinsegin fólk í máli og mynd, í Þjóðminjasafninu en þar eru birtir hlutar úr gömlum  blaða og tímaritsgreinum þar sem hinsegin fólk segir hug sinn. Þorvaldur Kristinsson er einn þeirra og mbl.is ræddi við Þorvald um sýninguna.   

Þorvaldur, sem er fyrrverandi formaður Samtakanna 78, ræðir m.a. um viðtalið við hann sem er frá árinu 1986 þar sem hann vinsamlegast afþakkar umburðarlyndi samfélagsins sem hann segir bjóða upp á falskt frelsi og stendur með þeim orðum í dag.

Hann segir mikilvægan boðskap birtast víða á sýningunni og tekur dæmi af viðtali við Lilju Sigurðardóttur, rithöfundi, sem segir frá sinni fyrstu upplifun af lesbíum sem hún sá á hvíta tjaldinu.

Þar birtist lesbía sem var vampíra og saug blóð saklausra kvenna á kvöldin. Þorvaldur segir þetta afhjúpa ákveðna innrætingu sem eigi sér stað þegar minnihlutahópar sem ekki þora að tjá sig og tala sínu máli eru afbakaðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert