Miðborgin full af fólki

Það er spenna í loftinu í miðborg Reykjavíkur, en nú styttist í að Gleðigangan mikla leggi af stað og er fólk tekið að drífa að með regnbogalitina á lofti.

Gleðigangan er einn fjölmennasti og skrautlegasti viðburður ársins í Reykjavík og má búast við miklum mannfjölda í miðborginni þegar ganga hefst eftir hálftíma.

Gangan hefst klukkan 14 og verður gengið frá BSÍ um Sóleyjargötu og Lækjargötu að Arnarhóli. Gönguleiðin og nærliggjandi götur verða lokaðar fyrir bílaumferð á meðan.

Á Arnarhóli tekur við heljarinnar hátíðardagskrá sem stendur til klukkan 17.30.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert