Fundu íslenska tónlist í Norður-Kóreu

Ívar og María á landamærum Norður- og Suður-Kóreu með norður-kóreskum ...
Ívar og María á landamærum Norður- og Suður-Kóreu með norður-kóreskum hermanni.

Bakpokaferðalög til Suðaustur-Asíu eru mjög í tísku um þessar mundir, sérstaklega hjá nýútskrifuðum stúdentum sem loks fá langþráð frí frá bókunum. Þau Ívar Vincent Smárason og María Árnadóttir skruppu í eitt slíkt ferðalag en einn áfangastaða þeirra var í hæsta máta óvenjulegur: Norður-Kórea.

Þar er að minnsta kosti ein stytta af Kim Il-sung í hverjum bæ, myndir af Kim Il-sung og Kim Jong-il skreyta allar byggingar og vísa þær niður á við svo að andlit þeirra horfi niður á fólk. Enginn í landinu veit hvar núverandi leiðtogi þjóðarinnar, Kim Jong-un, býr, en þar er í tísku að segja brandara um Bill Clinton.

„Hugmyndin um að fara til Norður-Kóreu kviknaði eftir að við lukum stúdentsprófi, en við höfðum þá þegar hugsað okkur að fara í bakpokaferðalag um Asíu áður en stefnt var á frekara nám,“ útskýrir Ívar.

„Norður-Kórea er eitt lokaðasta land veraldar og því fannst okkur áhugavert að láta reyna á það. Auðvitað spyr maður sig þó hvort það sé siðferðislega rétt að fara til lands sem hefur verið sakað um gríðarleg mannréttindabrot á þegnum sínum í fjöldamörg ár en þegar öllu var á botninn hvolft slógum við til í þeirri von að heimsóknin myndi gefa okkur nýja innsýn í þetta þjakaða land.“

Mýta að landið sé lokað fyrir ferðamönnum

Eins og Ívar bendir réttilega á er Norður-Kórea meðal lokuðustu landa í heimi og vekur það spurningar um hversu greiðan aðgang ferðamenn eigi þangað. „Í rauninni er það afskaplega auðvelt fyrir langflesta að fá vegabréfsáritun inn í landið og það er algjör mýta að það sé hreinlega ekki hægt að ferðast til landsins. Flestir túristar ferðast í gegnum ferðaskrifstofur sem sérhæfa sig í ferðalögum til Norður-Kóreu og velja þá annaðhvort að ferðast með hóp eða sem einstaklingar,“ segir Ívar.

„Við völdum breska ferðaskrifstofu, Young Pioneer Tours, sem hefur aðsetur í Kína og hefur það markmið að bjóða upp á ódýrari pakkaferðir sem höfða frekar til bakpokaferðalanga og yngra fólks,“ segir María.

„Það var í rauninni lítið sem að við þurftum að gera, einungis að borga fyrir ferðina, fylla út nokkur skjöl og þá var allt klappað og klárt. Við ákváðum að taka næturlestina frá Peking inn í landið en flestir taka lestina eða fljúga frá Peking. Bandaríkjamönnum er þó ekki leyft að taka lestina eins og stendur, þeir þurfa því að taka flugið. Jafnframt er blaðamönnum ekki hleypt inn í landið nema við sérstök tilefni.“

„Á þeim tíma sem að við vorum í landinu voru einungis tveir vestrænir ferðamannahópar að ferðast í öllu landinu en einungis ein hæð á hótelinu var notuð undir ferðamenn,“ útskýrir María. „Ferðamannaiðnaðurinn í landinu er þó í sókn og eykst fjöldi ferðamanna stöðugt ár frá ári.“

Fylgst með ferðamönnum allan tímann

Þau segja ferðamenn þó ekki vera frjálsa ferða sinna meðan á dvölinni stendur. „Við ferðuðumst í 16 manna hóp, þar af var einn breskur leiðsögumaður frá Young Pioneer Tours. Við komuna til landsins vorum við boðin velkomin af þremur kóreskum leiðsögumönnum og bílstjóra sem vinna fyrir ríkisrekna ferðaskrifstofu Norður-Kóreu. Einn leiðsögumannanna okkar bjó í Austur-Þýskalandi um tíma, talaði þýsku og ensku og var vel að sér um heimsmál.“

„Við vissum vel fyrir ferðina að dvölin yrði vel skipulögð og að kóresku leiðsögumennirnir yrðu með okkur allan tímann. Í landinu hafa ferðamenn ekki frelsi til þess að ferðast hvert sem þeir vilja, hvenær sem þeir vilja heldur verða þeir að fylgja fyrirfram ákveðinni dagskrá. Aldrei var það þó svo að okkur fyndist eftirlitið með okkur eitthvað sérstaklega óþægilegt, við gátum t.a.m. tekið myndir allan liðlangan daginn án þess að nokkur maður skoðaði myndavélina okkar í lok dags,“ segir Ívar.

Skrúfað frá vatni og rafmagni eftir þörfum

Ívar og María voru alls fimm daga í landinu. „Við eyddum mestum tímanum í landinu í höfuðborginni, Pyongyang, en við fórum einnig út fyrir hana að landamæraborginni Kaesong þar sem við fengum meðal annars að heimsækja landamæri Norður- og Suður-Kóreu. Dagskráin okkar var stútfull en fjölbreytt og við gerðum allt frá því að heimsækja risavaxin minnismerki til þess að fara á skauta og í skemmtigarð.“

Ívar segir fólk virðast almennt hafa það gott í höfuðborginni, Pyongyang. Þau hafi þó tekið eftir rafmagnsleysi og vatnsskorti í ferðinni og var aðeins skrúfað frá vatni og rafmagni eftir þörfum fyrir hópinn.

„Þó að fólk hafi það almennt ágætt í höfuðborginni þá mátti sjá þó nokkra fátækt í sveitum landsins; allt er unnið með handafli og uxar draga plóginn. Einnig var nokkur umferð í höfuðborginni, eitthvað sem við bjuggumst ekki við af myndum og myndböndum sem við höfðum séð áður en við fórum út en þegar út fyrir hana var komið var varla bíl að sjá. Þetta má þó skýra með því að fólki er ekki frjálst að ferðast á milli borga. Flestir eru bílarnir í ríkiseigu en hér og þar mátti sjá glitta í einkabíla.“

Rjúfa tungumálamúrinn með því að veifa og brosa

María kveður þau hafa haft lítið tækifæri til að tala við heimamenn utan leiðsögumannanna. „Langfæstir heimamenn tala ensku. Það voru þó fleiri staðir en við áttum von á þar sem að við gátum haft takmörkuð samskipti við heimamenn, við fórum meðal annars í neðanjarðarlestina sem var pökkuð af heimamönnum og svo fórum við einnig á skauta og í skemmtigarð, sem voru vinsæl afþreying meðal fólks,“ segir María.

„Það var hægt að rjúfa tungumálamúrinn með því að veifa og brosa og var ánægjulegt að sjá hvað margir tóku undir það. Það hlýtur að skjóta skökku við fyrir heimamenn þegar þeir sáu Bandaríkjamennina í hópnum veifa og brosa og er langt frá þeim áróðri sem ríkisstjórnin matar þegna sína á, sem hlýtur einungis að vera gott.“

„Í rauninni má líkja ferðinni við einhverskonar leiksýningu,“ útskýrir Ívar. „Kappkostað var að tala vel um landið, þá sérstaklega leiðtogana og allt það góða sem þeir hafa gert fyrir Norður-Kóreu. Við fengum aldrei að borða með heimamönnum, að undanskildum leiðsögumönnunum okkar, heldur fórum við alltaf á ríkisrekna veitingastaði þar sem nóg var af mat og drykkjum. Þó mátti á sumum stöðum sjá glitta í gegnum sýninguna og minntust leiðsögumennirnir okkar meðal annars á að á undanförnum árum hefði matarskortur verið viðvarandi og ef betur var að gáð í borgum landsins mátti sjá fjöldamörg hús í niðurníðslu.“

Ekkert internet, bara intranet

Þau segja engan óháðan fréttamiðil vera í Norður-Kóreu, heldur séu allar fréttir ritskoðaðar af ríkisstjórninni. „Internetið hefur ekki enn náð fótfestu í þessu lokaða landi en í staðinn hefur fólk aðgang að svokölluðu „intraneti” sem er ritskoðað að fullu. Í lestinni frá landamærunum í Kína var nokkuð um að fólk væri hinsvegar að smygla ýmsum varningi inn í landið, þá helst kínverskum DVD-spilurum.“

„Það áhugaverðasta er ekki endilega öll þau ótal minnismerki og byggingar sem við sáum heldur eflaust það að fólkið í Norður-Kóreu er afskaplega vinalegt og kurteist fólk sem er einungis að lifa lífinu við aðstæður sem hefðu eflaust verið eðlilegar fyrir 60 árum síðan en virðast í dag vera algjör tímaskekkja,“ útskýrir María.

„Leiðsögumennirnir okkar í ferðinni voru líka besta fólk sem reyndi ekki að innræta okkur eða fylla höfuðið okkar af endalausum áróðri heldur settist það niður með okkur á kvöldin yfir bjór og spjallaði við okkur um allt milli himins og jarðar.“

Þau Ívar og María rákust á ýmsar skrýtnar skrúfur á ferð sinni. Þau heimsóttu til dæmis kvikmyndaver landsins. „Þar er sviðsmyndin alltaf sú sama og hefur verið það í fjöldamörg ár. Leiðsögumennirnir okkar voru mjög stoltir af þessu: „Í Hollywood er alltaf verið að breyta sviðsmyndinni en hérna er hún alltaf eins!”

Þá heimsóttu þau bókasafnið í höfuðborginni og fundu þar heldur óvænt brot að heiman. „Á almenningsbókasafninu í Pyongyang vippaði bókasafnskonan fram kassettu með íslenskri tónlist, harmonikkumúsík og íslenskum dægurlögum. Það var vægast sagt sprenghlægilegt.“

Þau sendu mbl.is upptöku af einu laginu, sem má sjá hér að neðan. Lagið heitir Sjómannabragur og er flutt af svokölluðum MK Kvartett; Mezzoforte spilar undir og þau Guðrún Gunnarsdóttir, Skarphéðinn Hjartarson, Þór Heiðar Ásgeirsson, Hrafnhildur Halldórsdóttir, Anna Hafberg og Brynjar Örn Gunnarsson syngja. Lagið kom út á plötu sem Kópavogsbær gaf út árið 1983 og er nánast hvergi að finna nema í Pyongyang.

Tveggja ára sungu lofsöngva

„Það sem okkur fannst þó eflaust óþægilegast í ferðinni var að fara í heimsókn í leikskóla í Pyongyang og sjá börn allt niður í tveggja ára gömul syngja lofsöngva um leiðtogann og læra dæmisögur úr lífi þeirra. Börnin virtust mörg hver vera þaulvön heimsóknum af þessu tagi og voru því ekkert nema sýningargripir fyrir ferðamenn sem okkur fannst afar leiðinlegt að sjá. Af þessum kennsluaðferðum að dæma er einnig hægt að gera sér í hugarlund hvernig fólk hugsar í Norður-Kóreu, innrætingin af hálfu ríkisstjórnarinnar er algjör.”

Þau segja hreinlæti og mat í ferðinni hafa verið til fyrirmyndar, en aðgang fyrir ferðamenn að internetinu hafa verið nánast engan. „Hægt var að senda tölvupóst í gegnum hótelið og hringja til Íslands. Hótelið okkar í Pyongyang var afskaplega fínt með mikið af afþreyingu. Starfsfólk hótelsins fór ekki heim þegar vaktinni lauk heldur svaf líka á hótelinu.  Hótelið sem við gistum á í landamæraborginni Kaesong var svo allt annað mál, það var skítugt og allt í niðurníðslu. Eflaust hefur það verið hið fínasta hótel fyrir nokkrum árum síðan.“

Plakat á leikskólanum sýnir að allir séu vinir.
Plakat á leikskólanum sýnir að allir séu vinir.
Neðanjarðarlestarstöðin í Pyongyang.
Neðanjarðarlestarstöðin í Pyongyang.
Ívar Vincent og María á landamærum Norður- og Suður-Kóreu, með ...
Ívar Vincent og María á landamærum Norður- og Suður-Kóreu, með bakið í suðrið.
Leikskólabörn halda sýningu fyrir ferðamenn. Þau voru ekki mikið eldri ...
Leikskólabörn halda sýningu fyrir ferðamenn. Þau voru ekki mikið eldri en 2ja ára.
Leikskólabörnin leika sér, myndir af leiðtogunum fylgjast með.
Leikskólabörnin leika sér, myndir af leiðtogunum fylgjast með.
Eina auglýsingin sem finna má í höfuðborginni er af norður-kóreskum ...
Eina auglýsingin sem finna má í höfuðborginni er af norður-kóreskum bíl sem kallast „Friðarbíllinn“. Ívar og María
Leikskóla-ballett.
Leikskóla-ballett.
Ívar að spjalla við litla skautadrottningu á skautum.
Ívar að spjalla við litla skautadrottningu á skautum.
María og Ívar fyrir framan Juche turninn. Styttan í bakgrunni ...
María og Ívar fyrir framan Juche turninn. Styttan í bakgrunni sýnir fólk haldandi á hamri, sigð og pensli. Hamar og sigð eru tákn kommúnisma en pensillinn er sér norður-kóreskur og táknar fræðimanninn. Saman mynda þau tákn Verkamannaflokks Kóreu.
Útsýni yfir Pyongyang. Taedong áin skiptir borginni í tvennt en ...
Útsýni yfir Pyongyang. Taedong áin skiptir borginni í tvennt en í bakgrunni má sjá glitta í hótel þeirra Ívars og Maríu, Yanggakdo.
María og Ívar í „Juche“ turninum. Juche er hugmyndarfræði sem ...
María og Ívar í „Juche“ turninum. Juche er hugmyndarfræði sem sett var fram af eilífðarforsetanum Kim Il-Sung. Turninn er minnisvarði um hana.
Áróðursskilti með fyrrum leiðtogum landsins, Kim Il-Sung og Kim Jong-Il ...
Áróðursskilti með fyrrum leiðtogum landsins, Kim Il-Sung og Kim Jong-Il í borginni Sariwon. Það var kallað Return of the Jedi plaggatið fyrir að minna óneitanlega á Stjörnustríðsveggspjald.
Vegurinn frá Pyongyang til Kaesong. Alveg auður og margar mínútur ...
Vegurinn frá Pyongyang til Kaesong. Alveg auður og margar mínútur í næsta farartæki.
mbl.is

Innlent »

Fárviðri við Straumnesvita

Í gær, 23:25 „Þetta er að ná hámarki upp úr miðnætti og svo fer að draga smám saman úr í nótt og gengur niður með morgninum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur á vakt á Veðurstofu Íslands. Meira »

Leikskólakrakkar keppa á EM í skák

Í gær, 22:57 Níu börn af leikskólanum Laufásborg keppa á Evrópumeistaramótinu í skólaskák sem fer fram í Rúmeníu í lok maí á þessu ári. Þetta verður í annað sinn sem hópur fer frá skólanum á alþjóðlegt taflmót. Meira »

Laun seðlabankastjóra hafa setið eftir

Í gær, 22:41 Laun seðlabankastjóra hafa ekki hafa verið lægri í samanburði við laun ráðherra og æðstu embættismanna í áratugi. Þetta kemur fram í umsögn seðlabankastjóra við frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls laga um kjararáð, sem lagt var niður síðasta sumar. Meira »

Baráttan um 5G-farsímakerfið harðnar

Í gær, 22:40 Símafyrirtæki á heimsvísu þurfa að uppfæra kerfi sín með 5G-búnaði frá fyrirtækjum á borð við Huawei í Kína, Nokia í Finnlandi og Ericsson í Svíþjóð. Þessi tæknibylting mun hefjast fyrir alvöru á þessu ári en áhyggjum hefur verið lýst af kínverska tæknifyrirtækinu Huawei. Meira »

Fundu gró og sveppahluti í Vörðuskóla

Í gær, 21:55 „Það var farið í skoðun á húsnæðinu í janúar/febrúar til þess að kanna raka og mögulega myglu, þetta er gamalt hús. Fyrstu niðurstöður gáfu fullt tilefni til þess skoða húsnæðið nánar og ákveðin rými betur,“ segir Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, í samtali við mbl.is. Meira »

Kom Blikum fyrir

Í gær, 21:30 Blikinn Guðmundur Þórðarson, sem setið hefur sem varamaður eða aðalmaður í knattspyrnudómstóli KSÍ í 45 ár, tengist íslenskri knattspyrnu á margan hátt og hefur víða látið að sér kveða í íþróttinni. Meira »

Ekkert til að kippa sér upp við 2019

Í gær, 21:09 „Það er svolítið sérstakt að fólk sé að kippa sér upp við þetta árið 2019, sérstaklega þar sem kvennafótboltinn var orðinn sterkur langt á undan karlafótboltanum,“ segir Guðrún Bergsteinsdóttir lögmaður, eini kvenkyns umboðsmaðurinn sem skráður er hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Meira »

Smíða nýja göngubrú eftir hrun

Í gær, 20:00 Vegagerðin stefnir á að ljúka við smíði nýrrar göngubrúar yfir Jökulsá í Lóni við Kollumúla í júní. Gert er ráð fyrir því að verkið kosti nokkuð yfir tuttugu milljónir króna. Meira »

Konum í iðngreinum þarf að fjölga

Í gær, 19:45 „Við þurfum fleira fólk í iðngreinarnar, þar sem duglegu og hæfileikaríku fólki bjóðast mörg frábær tækifæri til náms og starfa. Vissulega er iðnnemum að fjölga en slíkt mun ekki gerast að neinu marki fyrr en konur koma þarna inn til jafns við karlana,“ segir Þóra Björk Samúelsdóttir, formaður Félags fagkvenna. Meira »

Grásleppuvertíðin hafin

Í gær, 19:30 Hugur er í smábátasjómönnum við upphaf grásleppuvertíðar, sem byrjaði klukkan sjö í morgun. Það verð sem gefið hefur verið út er hærra en það sem sást á sama tíma í fyrra að sögn Arnar Pálssonar, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Meira »

Sýrlenskri flóttakonu vísað úr landi

Í gær, 19:20 Leikskólinn Vinagarður varð í síðustu viku einum starfsmanni fátækari. Sá var sýrlensk kona á flótta sem hefur nú verið vísað frá Íslandi og til Grikklands. Á flóttanum og í Grikklandi hafði hún lent í miklum hremmingum og verið hótað lífláti. Meira »

Von á orkupakkanum innan 10 daga

Í gær, 18:50 „Það er auðvitað markmiðið að fara með þau mál og þeim tengd fyrir þann frest,“ svarar Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, þegar mbl.is spyr hvort ríkisstjórnin hyggist leggja fram frumvarp um þriðja orkupakka Evrópusambandsins áður en frestur til slíks rennur út 30. mars. Meira »

„Fimm verkefni upp á milljarð“

Í gær, 18:30 „Eigum við eitthvað að ræða skýrslu innri endurskoðanda sem var birt í borgarráði síðastliðinn fimmtudag þar sem fjögur verkefni voru framúr sem nemur heilum bragga. Fimm verkefni upp á milljarð,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, í borgarstjórn í gærkvöldi. Meira »

Vekja athygli á nýrri gerð netglæpa

Í gær, 18:08 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vekur á Facebook-síðu sinni athygli á því að henni hafi undanfarið borist tilkynningar um nýja gerð netglæpa. Að þessu sinni er í póstinum látið líta út fyrir að viðtakandi póstsins tengist rannsókn CIA á barnaklámi „og er pósturinn að því leiti frekar ógeðfelldur,“ segir í færslunni. Meira »

Sund eða svefn?

Í gær, 17:50 Ungt íslenskt sundfólk, á aldrinum 10 til 24 ára, sefur að meðaltali í sex og hálfa klukkustund á sólarhring, nokkuð minna en minna en jafnaldrar þeirra. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á svefnvenjum ungra íslenskra sundmanna. Meira »

Segja málflutning Ásmundar villandi

Í gær, 17:30 Málflutningur Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag var bæði rangur og villandi, segir í yfirlýsingu Öryrkjabandalags Íslands sem segir sorglegt að hlýða á fullyrðingar um að ÖBÍ leggist gegn afnámi krónu-á-móti krónu skerðingarinnar. Meira »

Hvatti þingmenn til að líta í eigin barm

Í gær, 16:58 „Ég hef velt því fyrir mér þar sem ég hef fylgst með umræðunni hvort sumum þeirra sem hafa haft hvað hæst um þann meinta sóðaskap og fleira í þá veru og talað um virðingu í því samhengi sé meira annt um virðingu líflausrar styttu en lifandi fólks.“ Meira »

Stjórnvöld leysi úr réttaróvissu

Í gær, 16:56 Stjórn Lögmannafélags Íslands vill að stjórnvöld leysi úr þeirri réttaróvissu sem er uppi vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu varðandi skipan dómara í Landsrétt. Meira »

Skaðabótaábyrgð ráðherra ekki útilokuð

Í gær, 16:35 Ekki er lögfræðilega útilokað að Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, beri einhverja fjárhagslega skaðabótaábyrgð á skipunum sínum í embætti dómara við Landsrétt. Meira »
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...
Skrifstofuhúsnæði til leigu.
Óskað er eftir leigjendum fyrir skrifstofuhúsnæði að Hverfisgötu 76, 101 Reykja...
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...