Hætta á að 19 refsidómar fyrnist í ár

Á Litla-Hrauni.
Á Litla-Hrauni. mbl.is/Brynjar Gauti

Ef fram fer sem horfir gætu allt að 19 óskilorðsbundnar fangelsisrefsingar fyrnst á þessu ári þar sem ekki er pláss í fangelsum. „Á þessu ári hafa fjórar refsingar þegar fyrnst en þær gætu hæglega orðið 19. Þetta er mjög alvarleg staða,“ sagði Hafdís Guðmundsdóttir, skrifstofustjóri hjá Fangelsismálastofnun.

455 dæmdir einstaklingar bíða þess að hefja afplánun á 620 refsingum. Í fyrra fyrntust 9 refsingar og 6 árið 2011. Engin refsing fyrntist á árunum 2003 til 2007 en á bilinu ein til þrjár árin 2008 til 2010.

„Afleiðing þess að refsing fyrnist er auðvitað sú að dómþoli þarf ekki að afplána þá fangelsisrefsingu sem honum er dæmd,“ segir Hafdís í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »