Ráðherra fundaði með fulltrúum Huangs

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra.
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. mbl.is/Eggert

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur átt fundi með fulltrúum kínverska auðkýfingsins Huang Nubo þar sem hún hefur útskýrt fyrir þeim að lög um fjárfestingu erlendra aðila þurfi að endurskoða í heild sinni. Þetta segir Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður ráðherra, í samtali við Bloomberg.

Gísli Freyr tekur fram að endurskoðunin snúist ekki einvörðungu um málefni Huangs. Hann bætir við að endurskoðunin fari að öllum líkindum fram í vetur.

Halldór Jóhannsson, talsmaður Huangs, segir í samtali við Bloomberg, að Huang sé tilbúinn að fjárfesta á Íslandi en enn sé beðið eftir grænu ljósi frá íslenskum stjóvöldum.

Líkt og fram hefur komið þá vill Huang reisa hótel á Grímsstöðum á Fjöllum. Þá hefur sömuleiðis komið til greina að hann kaupi hótel á höfuðborgarsvæðinu. 

Halldór kveðst bjartsýnn á að núverandi stjórnvöld muni veita leyfi fyrir leigusamningi.

Hann bætir því við að skipulags- og hönnunarvina við að skipta landinu upp á Grímsstöðum á Fjöllum geti tekið nokkur ár. Þá segist hann vera bjartsýnn á að önnur verkefni sem hafi verið rætt um geti farið í gang í kjölfar Grímsstaðaverkefnisins. 

Huang Nubo.
Huang Nubo. mbl.is/Ernir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert