Fyrirtæki í biðstöðu

Hagkerfið vex ekki nógu hratt til að atvinnulausum fækki umtalsvert …
Hagkerfið vex ekki nógu hratt til að atvinnulausum fækki umtalsvert milli ára. mbl.is/Ómar

„Við þurfum að sjá aðgerðir sem örva fjárfestingu. Stjórnvöld hafa boðað samráð við aðila vinnumarkaðarins og við bíðum þess að þau sýni á spilin,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um stöðuna í aðdraganda kjarasamninga í haust.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, kallar eftir róttækum aðgerðum til að koma efnahagslífinu í gang.

„Ég vænti þess að menn snúi bökum saman og takist á við vandann. Við bíðum eftir stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum málum. Við höfum ekki séð hana enn þá. Það er hennar að hafa frumkvæðið,“ segir Gylfi í fréttaskýringu um efnahags- og kjaramálin í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert