Óvenjulegur vöxtur í Volgu

Jökulsá á Fjöllum.
Jökulsá á Fjöllum. mbl.is/RAX

Óvenjulegur vöxtur hefur komið í Volgu við Kverkjökul og mögulegt að jökullón í Kverkfjöllum sé að tæmast. Volga rennur í Jökulsá á Fjöllum og því má búast við að rennsli í henni aukist næsta sólarhringinn, að því er vakthafandi sérfræðingur á Veðurstofu Íslands skrifaði skömmu eftir miðnætti.

Hann segir, að eins og ástandið sé núna ætti rennslið þó ekki að verða meira en á rennslismiklum sumardegi. Fylgst verði með ástandinu og ný athugasemd birt ef það breytist.

<span><br/></span>
mbl.is