Gervitungl finna staði til makrílveiða

Kristín skoðaði hvort hægt væri að nota gervitunglagögn til þess …
Kristín skoðaði hvort hægt væri að nota gervitunglagögn til þess að ákvarða líklega veiðistaði makríls.

Kristín Ágústsdóttir útskrifaðist í vor frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð úr deild sem ber heitið Eðlisræn landafræði og vistkerfisvísindi.

Í meistaraverkefni sínu kannaði Kristín það hvort hægt væri að nota gervitunglagögn til þess að ákvarða líklega veiðistaði makríls.

„Mér fannst þetta áhugavert rannsóknarefni í ljósi aukins framboðs á upplýsingum um sjóinn úr gervitunglum, bæði hvað varðar nákvæmni og aðgengileika, en það hefur færst í aukana að hægt sé að fá þessi gögn án endurgjalds í rannsóknarskyni. Auk þess sem mér finnst makríllinn og þessi skyndilega tilkoma hans á Íslandsmiðum spennandi,“ segir Kristín í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert