Talsvert tekjutap Samskipa

Helgafell hlaðið vörum.
Helgafell hlaðið vörum. mbl.is/Eggert

Aðgerðir Evrópusambandsins gagnvart Færeyingum munu hafa talsvert tekjutap í för með sér fyrir Samskip, að sögn Ásbjörns Gíslasonar, forstjóra fyrirtækisins.

Miðað við væntingar fyrirtækisins um flutning á síldar- og makrílafurðum frá Færeyjum í ár gætu tekjur dregist saman um nokkur hundruð milljónir.

Ásbjörn segir að Færeyingar hafi áætlað að veiða hátt í 150 þúsund tonn af makríl og yfir 100 þúsund tonn af síld. Búið sé að veiða tæplega helminginn af þessu magni og mikið hafi þegar verið flutt frá Færeyjum. „Við höfðum gert ráð fyrir talsverðri aukningu í gámaflutningum með auknum kvótum Færeyinga,“ segir Ásbjörn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert