Bændur varaðir við norðanhvelli

Páll Jónsson, áður bóndi á Jaðri í Skagafirði, spáir norðvestan hvelli norðanlands fyrstu dagana í september. Fyrir nokkru varaði hann bændur og fjallskilastjóra í Skagafirði við, hvatti þá til að flýta göngum og taka fé inn í hús.

Telur Páll að hvellurinn verði viku fyrr á ferðinni en sá sem reið yfir Norðurland í fyrra, með tilheyrandi fjárskaða og búsifjum fyrir bændur.

„Ég hef fundið þetta mjög sterkt og fengið fleiri en ein skilaboð um þetta í sumar,“ segir Páll, sem fer oft á miðilsfundi og er mjög berdreyminn. Hann segir þetta yfirvofandi óveður hins vegar ekki hafa komið fram í draumum. „Ég var vantrúaður á þetta en síðan var mér sagt hinum megin frá að þetta myndi gerast. Þetta leggst illa í mig,“ segir Páll í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »