Skammarleg og hneykslanleg kynferðisbrot

Messa í kaþólsku kirkjunni.
Messa í kaþólsku kirkjunni. mbl.is/ÞÖK

Pétur Bürcher, biskup kaþólsku kirkjunnar, segir að hin hörmulega kynferðislega misnotkun á börnum af hendi kristinna manna, einkum þegar vígðir þjónar kirkjunnar eigi í hlut, sé afar skammarleg og fram úr hófi hneykslanleg.

Skýrsla fagráðs kaþólsku kirkjunnar, sem Pétur stofnaði í nóvember 2012 undir forsæti Eiríks Elísar Þorlákssonar, var lögð fyrir biskup í lok vikunnar, að því er kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurbiskupi. 

Hlutverk fagráðsins var m.a. að veita biskupi kirkjunnar álit á því hvort kynferðisbrot eða önnur ofbeldisbrot hafi átt sér stað innan kirkjunnar.

Bréf send til þeirra sem leituðu til fagráðsins

„Fyrri rannsóknarnefndin birti skýrslu sína í september 2012. Báðar þessar skýrslur munu hjálpa biskupi og stjórn kaþólsku kirkjunnar við að grípa nú, og til framtíðar, til áþreifanlegra ráðstafana með tilliti til þolenda sem hafa gefið sig fram, einkum hvað snertir undirbúningsvinnu við forvarnir,“ segir í tilkynningunni.

Þá kemur jafnframt fram, að í dag hafi einnig verið sent bréf til þeirra aðila sem leituðu skriflega til Fagráðsins.

„Stjórn kaþólsku kirkjunnar á Íslandi mun nú grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana svo að hægt verði að taka á móti þeim aðilum sem þess óska og leiðbeina þeim. Af tillitssemi við viðkomandi einstaklinga verður þessi skýrsla ekki birt opinberlega og mun hún þjóna kaþólskum yfirvöldum sem vinnuskjal eins og ráðgert var. Endanleg yfirlýsing stjórnar Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi verður fullbúin í síðasta lagi fyrir 15. nóvember 2013 og verður send hlutaðeigandi sérstaklega.

Kaþólska kirkjan á Íslandi birtir einnig í dag skjal (sjá vefsíðuna www.catholica.is) þar sem lýst er áþreifanlegum ráðstöfunum sem gripið verður til svo að koma megi í veg fyrir kynferðislega misnotkun og ofbeldi í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni.

Biðjum og fyrirgefum

„Í nafni Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi beinist hugur minn að öllum þeim sem telja á sér brotið sem þolendum, sem og til fjölskyldna þeirra. Hin hörmulega kynferðislega misnotkun á börnum af hendi kristinna manna, einkum þegar vígðir þjónar kirkjunnar eiga í hlut, er afar skammarleg og fram úr hófi hneykslanleg. Á þeim sem ábyrgð bera hvílir sú brýna og lífsnauðsynlega skylda að biðjast fyrirgefningar. Að lokum ber í sama anda að leggja áherslu á þá viðleitni Kaþólsku kirkjunnar, sérstaklega síðustu árin á alþjóðlegum vettvangi, að skapa öruggt umhverfi, einkum handa börnum. Í anda samkirkjulegrar einingar er bráðnauðsynlegt að við störfum öll saman, biðjum, fyrirgefum og vonum að slíkar misgjörðir gerist ekki í framtíðinni,“ segir Pétur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Starfshópur um frjálsíþróttavöll

08:18 Borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarstjóra þess efnis að stofnaður verði starfshópur ráðuneyta, Reykjavíkurborgar og FRÍ til að annast nauðsynlegar viðræður og undirbúning að þjóðarleikvangi fyrir frjálsar íþróttir. Meira »

Telja ákvörðun skipulagsnefndar ólögmæta

07:57 Biokraft sem á tvær vindrafstöðvar í Þykkvabæ telur að ákvörðun skipulags- og umferðarnefndar Rangárþings ytra um að synja breytingum á deiliskipulagi sem heimila stærri vindrafstöðvar sé ólögmæt. Meira »

Engu nær eftir 4 ára þrautagöngu

07:37 Kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa hefur hafnað öllum kröfum Karls Sigurhjartarsonar á hendur Orkuveitu Reykjavíkur vegna hitunarkostnaðar sumarhúss Karls í Borgarfirði. Meira »

Hvessir mjög á landinu

06:47 Spáð er suðaustanstormi eða -roki víða á landinu á morgun, jafnvel ofsaveðri vestantil.  Meira »

Minni skjálftar í nótt

05:36 Tugir skjálfta urðu við Grímsey í nótt en allir voru þeir litlir, sá stærsti var 2,2 stig. 71 jarðskjálfti yfir 3 af stærð hefur orðið á landinu síðustu tvo sólarhringa. Meira »

Búist við enn stærri skjálfta

05:30 Skjálftahrinur eru algengar á Grímseyjarbeltinu, en hrinur af svipaðri stærð og sú sem nú stendur yfir urðu til dæmis í maí og september 1969, um jólaleytið 1980, í september 1988 og í apríl 2013. Meira »

Háar dagsektir vegna rafvagna

05:30 Strætó bs. reiknar 50 þúsund króna sektir á vagn á kínverska rafbílaframleiðandann Yutong Eurobus fyrir hvern dag sem afhending strætisvagna frá fyrirtækinu dregst. Meira »

Fjarlægja þarf olíu í Skerjafirði

05:30 Nauðsynlegt getur reynst að fara í umfangsmikla hreinsun áður en ný íbúðarbyggð rís við Skerjafjörð. Vitað er að mikil olíumengun er í jarðvegi þar sem athafnasvæði Skeljungs var á árum áður. Meira »

Alls óákveðið hjá ASÍ

05:30 Þau fjórtán aðildarfélög BHM sem gengu frá endurnýjun kjarasamninga við samninganefnd ríkisins á dögunum hafa nú samþykkt samningana. Meira »

Girt fyrir lán gegn veðum í eigin bréfum

05:30 Bönkum hefur verið óheimilt að lána gegn veði í eigin hlutabréfum frá árinu 2010. Hið sama gildir um aðra samninga sé undirliggjandi áhætta á eigin bréf þeirra. Meira »

Sveitarfélög ráði fjölda fulltrúa

05:30 „Við teljum að sveitarfélögin eigi að ákveða sjálf fjölda fulltrúa í sveitarstjórn,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um frumvarp um breytingu á sveitarstjórnarlögum. Meira »

Lítið næði til loðnuveiða

05:30 Íslensk, færeysk og grænlenskt loðnuskip voru í gær að veiðum út af Vík, en lítið næði hefur verið til veiða þar vegna veðurs síðan á sunnudag og veðurútlit er ekki gott í vikunni. Meira »

Ljósabekkjum fækkar stöðugt

05:30 Ljósabekkjum hefur fækkað umtalsvert á síðustu árum, samkvæmt talningu sem Geislavarnir ríkisins stóðu fyrir.  Meira »

„Risavaxnir“ almannahagsmunir

Í gær, 22:44 „Ég er hjartanlega sammála hæstvirtum þingmanni um að um þetta eigi að ríkja eins mikið gagnsæi og mögulegt er því að hér er um risavaxna almannahagsmuni að ræða,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í svari við fyrirspurn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag um söluna á hlut ríkisins í Arion banka. Meira »

Vilja þvinga „of unga“ íbúa úr blokkinni

Í gær, 22:01 Margir íbúar Grindavíkur eru gáttaðir á framgöngu forsvarsmanna húsfélags 50+ blokkarinnar Suðurhóp 1 í Grindavík sem boðuðu í lok síðustu viku til húsfélagsfundar til þess að vísa hjónum og syni þeirra úr íbúð sinni. Meira »

Föst í sjö mánuði í Kvennaathvarfinu

Í gær, 22:57 Maaria Pïvinen frá Finnlandi hefur neyðst til að dvelja í Kvennahvarfinu í tæpa sjö mánuði vegna þess að forræðisdeila hennar við íslenskan barnsföður hefur dregist á langinn. Meira »

Herbergjum á lungnadeild lokað

Í gær, 22:05 Í eftirlitsheimsókn starfsmanna Vinnueftirlitsins á lungnadeild A6 í Landspítalanum að Fossvogi þann 29. janúar fundust meðal annars rakaskemmdir og megn fúkkalykt í vaktherbergi merktu 618 og lyfjaherbergi nr. 626. Fyrir vikið var öll vinna bönnuð í herbergjunum þar til búið er að gera þar úrbætur. Meira »

„Hægt og rólega kemur þjóðin með“

Í gær, 22:00 Seinni undanúrslit Söngvakeppninnar fór fram um helgina og hafa sex lög verið valin til að taka þátt í úrslitaþættinum 3. mars. Eitt þessara laga verður framlag okkar Íslendinga í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri keppninnar kíkti í Magasínið. Meira »
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Ford Transit árg 2007 9 manna
Ford Transit, 8 farþega. árgerð 2007 ek. 337.000 km. Hentar einnig sem leigubíl...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óska...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
L helgafell 6018021419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...