Fótabúnaður Sigmundar vekur athygli

Sigmundur Davíð mætti á fundinn í ósamstæðum skóm.
Sigmundur Davíð mætti á fundinn í ósamstæðum skóm.

Fótabúnaður Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar forsætisráðherra á fundi með Barack Obama í gærkvöldi hefur vakið athygli erlendra fjölmiðla. Fjallað er um málið í frétt í Aftonbladet í Svíþjóð og er fréttin mest lesna frétt blaðsins í dag.

Haft er eftir Jóhannesi Þór Skúlasyni, aðstoðarmanni Sigmundar Davíð, að skófatnaður forsætisráðherrans sé ekki dæmi um nýjustu tísku. Hann hafi einfaldlega verið með slæma sýkingu í fæti og ekki komist í skóna.

Fram kemur í fréttinni að stuttu áður en Sigmundur Davíð hitti Obama og aðra leiðtoga Norðurlandanna hafi hann leitað sér lækninga á Karolinska sjúkrahúsinu.

Í ósamstæðum skóm vegna sýkingar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert