579 milljarðar endurheimst

mbl.is/Ómar

Tryggingasjóður innistæðueigenda í Bretlandi (FSCS), sem bætir breskum sparifjáreigendum tapið sem þeir urðu fyrir þegar íslensku bankarnir féllu, hefur endurheimt 3.053 milljónir punda á móti útgreiðslum úr sjóðnum vegna innistæðna í íslensku bönkunum sem töpuðust.

Þessi fjárhæð samsvarar 579 milljörðum króna á núverandi gengi. Þetta kemur fram í ársskýrslu FSCS og miðast við stöðuna í lok mars sl. Kostnaður sjóðsins vegna íslensku bankanna þriggja nemur 4.488 milljónum punda eða 851 milljarði íslenskra króna.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að um er að ræða greiðslur til viðskiptavina Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi, Heritable Bank, sem var í eigu gamla Landsbankans, og Singer & Friedlander, sem var í eigu gamla Kaupþings.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »