Sofnaði á rauðu ljósi

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í morgun afskipti af ökumanni sem hafði stöðvað bifreið sína á umferðarljósum á Höfðabakka. Hann var sofandi undir stýri.

Í ljós kom að ökumaðurinn var á leiðinni í Grafarvog en komst ekki lengra áður en hann sofnaði sökum ölvunar. Hann var færður á lögreglustöð þar sem málið var afgreitt.  Ökumaður var vistaður í fangageymslu og verður rætt við hann þegar af honum rennur.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði þrjá aðra ökumenn í morgun. Tveir eru grunaðir um að aka ölvaðir og sá þriðji er grunaður um vímuefnaakstur. Hann var próflaus.

Þá stöðvaði lögreglan þrjá menn til viðbótar í nótt sem grunaðir eru um að aka undir áhrifum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert