Fisksalar sýndu hvalkjötinu strax áhuga

Hvalur skorinn í Bugsfjöru skammt frá Ólafsvík
Hvalur skorinn í Bugsfjöru skammt frá Ólafsvík mbl.is/Alfons

Fjölmargir lögðu leið sína í fjöruna við Rif á Snæfellsnesi og Bug skammt frá Ólafsvík í gær, þar sem tugir grindhvala strönduðu síðdegis á laugardag, og virtu dýrin fyrir sér.

Margir sáu sér leik á borði og náðu sér í kjöt af hvölunum en hvalskurðurinn hófst þegar í stað á laugardagskvöldið eftir að hvalina hafði rekið upp á fjörur. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins sýndu fisksalar á höfuðborgarsvæðinu kjötinu strax áhuga í gær. Einhverjir heimamanna brugðust við beiðninni og átti að senda grindhvalakjötið suður.

Að sögn Floru-Josephine Hagen Liste, héraðsdýralæknis í Vesturumdæmi, gerir Matvælastofnun ekki athugasemd við að almenningur nýti kjötið af hvölunum, svo framarlega sem það sé aðeins nýtt til einkanota en ekki til sölu eða fóðurs fyrir dýr sem gefa af sér afurðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert