Hægi harðfiskurinn að vestan eftirsóttur

Fiskurinn frá EG er útiþurrkaður í 4-6 vikur. Náttúruleg þurrkun …
Fiskurinn frá EG er útiþurrkaður í 4-6 vikur. Náttúruleg þurrkun er eitt af skilyrðum Slow Fish. Ljósmynd/Fiskverkun EG

Fiskverkun EG á Flateyri verkar harðfisk á eins náttúrulegan hátt og mögulegt er. Fiskurinn er eftirsóttur, hann var nýverið skráður í Bragðörkina svokölluðu og er vottaður sem Slow Fish, sem mætti útleggjast sem „Hægur fiskur“.

„Við erum eina íslenska fyrirtækið sem er með leyfi til að flytja út útiþurrkaðan harðfisk,“ segir Guðrún Pálsdóttir, sem rekur Fiskverkun EG ásamt eiginmanni sínum Einari Guðbjartssyni, í Morgunblaðinu í dag. „En við höfum lítið flutt út af honum hingað til, bara aðeins til Færeyja, því við önnum ekki einu sinni eftirspurn á innanlandsmarkaði eins og staðan er í dag.“

Fiskverkunin þurrkar ýsu og steinbít. Fiskurinn er veiddur á línu, á línubátnum Blossa sem er í eigu þeirra hjóna. Hann er handflakaður og útiþurrkaður í hjöllum og tekur þurrkunin 4-6 vikur. Síðan er fiskurinn seldur með roði, ýmist barinn eða óbarinn.

Guðrún og Einar í Harðfisksetrinu með dóttursyni sínum, Benedikt Einari …
Guðrún og Einar í Harðfisksetrinu með dóttursyni sínum, Benedikt Einari Egilssyni. mbl.is/Kristinn
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert