Mörg stór verkefni stjórnvalda

„Ríkisstjórnin mun við upphaf nýs þings leggja fram fjölmörg frumvörp til að ná þeim markmiðum sem hún hefur sett sér. Mörg þessara frumvarpa verða umdeild. Sum vegna þess að með þeim er horfið frá stefnu síðustu ríkisstjórnar, sum vegna þess að einhverjir munu telja sig þurfa að leggjast gegn sem flestu af því sem frá ríkisstjórninni kemur.“

Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í munnlegri skýrslu á Alþingi í dag um störf ríkisstjórnar sinnar. Sagðist hann ennfremur vona að umræðan í þinginu í vetur bæri svip uppbyggilegrar rökræðu og að vonandi yrði í sameiningu hægt að gera næsta þing að miklu framfaraþingi. Í ræðu sinni fór ráðherrann yfir helstu verkefni sem unnið væri að á vegum stjórnarinnar en framhaldsfundur frá síðasta þingi hófst á Alþingi í dag og mun standa til 18. september næstkomandi. Skýrsla forsætisráðherra og umræður um hana er eina mál þingfundar í dag.

„Mörg af verkefnum stjórnvalda eru stór og munu verða viðfangsefni næstu mánaða og ára. Sum þeirra eru þess eðlis að þau munu jafnvel endast út kjörtímabilið og halda áfram á því næsta. Vinna við flest þessara verkefna hófst þegar á fyrstu vikum nýrrar ríkisstjórnar. Rétt er að geta þess að í sumum tilvikum hefur verið haldið áfram með vinnu sem hófst í ráðuneytunum í tíð síðustu ríkisstjórnar,“ sagði Sigmundur.

„Frá þessu verkefni má ekki hvika“

Forsætisráðherra fór meðal annars yfir þann farveg sem skuldamál heimilanna hefðu verið sett í eftir kosningar og skipan sérfræðingahópa í þeim efnum. „Það er ljóst að vinnan sem tengist skuldavanda heimilanna er eitt mikilvægasta verkefni ríkisstjórnarinnar og mun þegar hún er til lykta leidd verða til þess að íslensk heimili ná aftur hluta af þeim eignum sem töpuðust í verðbólguskoti áranna 2007-2010.“

Sigmundur sagði það vera samfélaginu í heild til framdráttar að koma til móts við þessi heimili. „Í undirbúningi eru róttækustu aðgerðir stjórnvalda nokkurs staðar í veröldinni í þágu skuldsettra heimila. Rekstrarumhverfi fyrirtækja mun taka stakkaskiptum með breyttu og skilvirkara regluverki og jákvæðum hvötum sem ýta undir fjölgun starfa, auka verðmætasköpun og bæta kjör. Skattkerfið allt er til endurskoðunar til að tryggja hámarksávinning samfélagsins.“

„Þar má ekki horfa aðeins í kostnaðinn sem aðgerðirnar hafa í för með sér, því að kostnaður samfélagsins verður enn meiri til framtíðar ef ekkert verður gert. Frá þessu verkefni má ekki hvika,“ sagði forsætisráðherra ennfremur.

Tilnefningar ekki borist frá öllum flokkum

Þá nefndi Sigmundur meðal annars endurskoðun stjórnarskrárinnar sem hlyti að teljast eitt af mikilvægustu verkefnum löggjafans. „Ég treysti því að Alþingismenn úr öllum flokkum taki það verkefni alvarlega og vinni af heilindum að því að ná samstöðu um ágreiningsmál sem upp kunna að koma á þeirri leið.“

„Ég hef óskað eftir tilnefningum frá öllum stjórnmálaflokkum í 9 manna nefnd um endurskoðun stjórnarskrárinnar sem skal vinna á þessu kjörtímabili, og bind ég miklar vonir við þá vinnu en hún byggist á samkomulagi þingflokka frá því í sumar. Ekki hafa enn borist tilnefningar frá öllum stjórnmálaflokkum en ég vona að þær berist sem fyrst þannig að unnt verði að hefja þetta mikilvæga starf.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Aðgerðastjórn virkjuð í fyrramálið

Í gær, 21:54 Aðgerðastjórn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, björgunarsveita og lögreglunnar verður virkjuð klukkan sex í fyrramálið vegna óveðursins sem þá er spáð. Meira »

Stórhættulegur framúrakstur

Í gær, 20:58 „Fólk er oft óþolinmótt að taka fram úr manni en þetta er langversta tilfellið sem ég hef séð,“ segir Guðmundur Kjartansson.  Meira »

Björgunarsveitir tilbúnar klukkan 6

Í gær, 20:30 Níu björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu verða með hópa í húsi í viðbragðsstöðu klukkan 6 í fyrramálið vegna óveðursins sem hefur verið spáð. Meira »

Óskar eftir aðstoð vegna barnaníðinga

Í gær, 20:17 Evrópulögreglan (Europol) hefur beðið almenning um að skoða myndir sem eru á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningunni segir að hlutir eða staðir á myndunum geti leitt yfirvöld á sporið í málum er varðar alvarleg brot gagnvart börnum. Meira »

Ákærður fyrir brot gegn dætrum sínum

Í gær, 19:47 Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni sem er gefið að sök að hafa beitt dætur sínar grófu kynferðisofbeldi um margra ára skeið. Meira »

Sökkti sér ofan í súrkálsgerð

Í gær, 19:37 Súrkál er sælkeramatur að mati Dagnýjar Hermannsdóttur súrkálsgerðarkonu. Hún sendi nýverið frá sér uppskriftabókina Súrkál fyrir sælkera til að breiða súrkálsfagnaðarerindið út til Íslendinga. Meira »

„Það er voða góður andi í þessum kór“

Í gær, 18:30 Kvennakór Suðurnesja hóf 50 ára afmælishátíð föstudaginn 9. febrúar með opnun sögusýningar í Duus Safnahúsum. Þar er saga kórsins rakin í máli, myndum og munum. Meira »

Ásakanirnar komu Kára á óvart

Í gær, 19:00 Verjandi Kára Sturlusonar segir að umbjóðandi sinn muni leita réttar síns gagnvart bæði Sigur Rós og Hörpu vegna ólögmætra riftana á gerðum samningum og ærumissis ef máli hans verður vísað frá. Kári fékk greiddar 35 milljónir af miðasölutekjum fernra tónleika, sem Harpa reynir að sækja til baka. Meira »

„Fólk noti hyggjuvitið“ í fyrramálið

Í gær, 17:02 „Fólk verður að nota hyggjuvitið. Það verður snjór og blint í efri byggðum og talsverðar líkur á því að umferðin verði hæg og því færri sem eru á vegunum því betra,“ segir Elín Jóhannesdóttir, veðurfræðingur Veðurstofu Íslands, um veðrið í fyrramálið þegar flestir fara til vinnu. Meira »

Megi móðga erlenda þjóðhöfðingja

Í gær, 16:47 Fjórir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hafa lagt fram lagafrumvarp þess efnis að ekki verði lengur refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum að móðga þjóðhöfðingja erlendra ríkja. Meira »

„Vonandi bara að deyja út“

Í gær, 16:25 Dregið hefur verulega úr tíðni jarðskjálftanna í kringum Grímsey frá því sem var í gær og enginn skjálfti yfir þremur að stærð hefur mælst síðan klukkan þrjú í nótt. Meira »

Flugfarþegar fylgist vel með veðri

Í gær, 16:11 Icelandair reiknar ekki með því að grípa til þess ráðs að flýta brottförum frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið vegna vonskuveðurs, sem spáð er að muni ganga hratt yfir suðvesturhorn landsins í fyrramálið. Meira »

Berst gegn limlestingum á kynfærum kvenna

Í gær, 16:10 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skrifaði í dag undir endurnýjun á samningi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) um stuðning til fjögurra ára við verkefni sem hefur það að markmiði að útrýma limlestingu á kynfærum kvenna og stúlkna. Meira »

„Gott að fá þessa brýningu“

Í gær, 15:53 „Þetta er mjög gott fyrir okkur að fá þessa brýningu og ég veit það að utanríkisráðherra hefur tekið upp málefni Jemens á alþjóðavettvangi en það er mjög mikilvægt fyrir okkur að heyra frá ykkur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir að hafa tekið við áskorun frá Vinum Jemens í dag. Meira »

Kjartan og Áslaug sett út í kuldann

Í gær, 15:16 Hvorki Kjartani Magnússyni né Áslaugu Maríu Friðriksdóttur var boðið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, samkvæmt heimildum mbl.is. Þeim mun hafa verið hafnað af kjörnefnd. Meira »

Yngri börn fari ekki ein í skóla

Í gær, 15:54 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hvetur foreldra og forráðamenn til að fylgjast vel með veðri og tilkynningum í fyrramálið. Búið er að hækka viðvörunarstig fyrir höfuðborgarsvæðið upp í appelsínugult vegna morgundagsins og því hefur svokölluð tilkynning 1 verið virkjuð. Meira »

Varað við brennisteinsmengun

Í gær, 15:19 Lögreglan á Suðurlandi hvetur fólk í ferðaþjónustu, sem og einstaklinga í hálendisferðum, til þess að kynna sér mögulega hættu vegna íshellis í Blágnípujökli, suðvestur af Hofsjökli, sem verið hefur vinsæll á meðal ferðamanna á undanförnum vikum. Meira »

Umskurður drengja þegar refsiverður?

Í gær, 14:52 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hæstaréttarlögmaður, segir á Facebook-síðu sinni í dag að hann viti ekki til annars en að umskurður drengja sé þegar refsiverður hér á landi samkvæmt almennum hegningarlögum. Meira »
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
 
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...