„Menn stilli kröfum í hóf“

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, Páll ...
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, Páll Halldórsson, varaformaðu BHM og Benedikt Árnason, efnahagsráðunautur forsætisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Menn verða að stilla kröfum í hóf og í samræmi við þá stöðu sem uppi er hverju sinni,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að loknum fundi með aðilum vinnumarkaðarins sem haldinn var í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í dag. Á fundinum var rætt um gerð kjarasamninga.

Á fundinn mættu fulltrúar Samtaka atvinnulífsins, ASÍ, BSRB, Bandalags háskólamanna, Kennarasambandsins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Bændasamtaka Íslands.

Bjarni sagði að ríkisstjórnin hefði skipað sérstaka ráðherranefnd sem hefur verið falið að fylgjast með því sem er að gerast í viðræðum aðila á vinnumarkaði. „Við viljum tryggja að samráðsferlið geti verið skilvirkt. Það má kalla þetta fyrsta fund þar sem við gerðum grein fyrir hvernig við viljum standa að þessu. Við höfum þegar stutt við viðleitni aðila vinnumarkaðarins til að bæta faglega vinnu við gerð kjarasamninga. Þetta var góður fyrsti fundur þar sem menn voru að lýsa væntingum og því sem framundan er.“

Bjarni sagði að aðilar vinnumarkaðarins myndu núna halda áfram vinnu við gerð kjarasamninga. „En við munum koma fram með skýr skilaboð um hvernig við sjáum fyrir okkur að ríkið geti beitt sér í því augnamiði að styrkja bæði stöðu atvinnulífsins og launþeganna landinu. Ráðherranefndin og embættismenn sem starfa með henni munu taka við skilaboðum meðan á kjaraviðræðunum stendur og vinna með innan stjórnkerfisins.“

„Menn verða að stilla kröfum í hóf og í samræmi við þá stöðu sem uppi er hverju sinni. Sagan sýnir að þegar menn gera það ekki þá endum við í verðbólguskeiði og kjararýrnun sem aftur leiðir til óróa á vinnumarkaði. Á þessum tímapunkti sá ég ástæðu til þess að rifja þetta upp og tala fyrir því að menn einbeittu sér að því, m.a. með bættum vinnubrögðum við kjarasamningagerð, að tryggja að þær kjarabætur sem verið væri að semja um fyrir launþega í landinu héldust í hendur við stöðuna í hagkerfinu og getu atvinnurekenda til að koma til móts við væntingar sem þar eru uppi. Við munum leggja okkar af mörkum. Sumt verður ekki við ráðið eins og eftirspurn eftir framleiðslu okkar á erlendum mörkuðum, en ef að ríkisstjórnin leggur sitt af mörkum með því að ná hallalausum fjárlögum sem allra fyrst, með því að beita aðgerðum sínum til samræmis við það sem helst er verið að kalla eftir frá fólkinu í landinu og ef aðila vinnumarkaðarins fara ekki fram úr sér í kjarasamningagerð þá tel ég að við séum í kjörstöðu í dag til að hefja nýtt skeið þar sem meiri stöðugleiki verður viðvarandi og raunhæfur vöxtur sömuleiðis, þ.e.a.s. góður vöxtur undir raunhæfar kjarabætur.“

Bjarni sagði að það væri ríkur vilji hjá stjórnvöldum til að hafa samráð um þróun húsnæðismála. Þetta hefði komið fram á fundinum. Hann sagðist vera tilbúinn til að vinna áfram með hugmyndir sem t.d. ASÍ hefði kynnt. „Ég vil láta reyna á möguleikann til þess að þróum lánakerfi þar sem óverðtryggð lán eru meginlínan. Til að það geti orðið þurfum við að skapa umhverfi fyrir óverðtryggða langtímavexti.“

Vantar betri upplýsingar um stefnu stjórnvalda

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ sagði að á fundinum hefði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gert grein fyrir því hvernig hann sæi fyrir sér að ríkisstjórnin kæmi að umfjöllun um gerð kjarasamninga. „Við þurfum að fá betri upplýsingar um stefnu stjórnvalda. Þegar fjárlagafrumvarpið kemur fram þá birtist stefna ríkisstjórnarinnar í mörgum málum, bæði efnahags- og félagsmálum. Væntingar okkar um gengi og verðlag á næstu misserum skipta líka miklu máli. Það er óvissa í kringum þetta. Það skiptir líka máli hvernig peningastefnan verður skilgreind.“

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði ánægjulegt að sjá að stjórnvöld væru að efna til samráðs, sem SA hefði kallað skýrt eftir. „Það er mikilvægt að fá skýra sýn á efnahagsstefnu stjórnvalda. Hún var kannski ekki dregin upp á þessum fundi, enda stuttur fundur, en það er fagnaðarefni að vinnan er a.m.k. farin af stað.

Við erum að leggja áherslu á að hér verði verðmætasköpun til framtíðar. Við höfum lagt áherslu á að breyta vinnubrögðum við gerð kjarasamninga með það að markmiði að ná efnahagslegum stöðugleika, lægri verðbólgu, lækkandi vöxtum og aukinni fjárfestingu sem er grundvöllur þess að við getum hafið lífskjarasókn að nýju. Það er mikilvægt að efnahagsstefna stjórnvalda styðji við okkar aðgerðir. Við erum þá að horfa til bæði skattkerfis, hvernig peningamálastefnan verður mótuð og efnahagsstefnan á breiðum línum,“ sagði Þorsteinn.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra heilsar Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra ...
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra heilsar Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ný stjórn Pírata í Reykjavík

11:44 Kjörin var ný stjórn Pírata í Reykjavík á aðalfundi félagsins á dögunum. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, garðyrkjufræðingur og formaður NPA-miðstöðvarinnar, var kjörinn formaður. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Meira »

Rannsaka lát fransks ferðamanns

11:42 Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú andlát fransks ferðamanns sem björgunarsveitarmenn fundu látinn í brattlendi við Sandfell í Öræfum um hádegisbil í gær. Ekki er talið að lát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti. Meira »

Verða ekki með varanlegt herlið

11:39 Þrátt fyrir að til standi að uppfæra aðstöðuna á Keflavíkurflugvelli svo hægt verði að þjónusta kafbátaleitarflugvélar af gerðinni P-8 Poseidon vegna aukinnar áherslu á Norður-Atlantshafið eru engin áform af hálfu Bandaríkjahers að varanlegt herlið verði hér á landi. Meira »

Kom fyrstur í mark á 5. keppnisdegi

11:30 Hans Kristján Guðmundsson, svifvængjaflugmaður, kom fyrstur í mark á 5. keppnisdegi á heimsbikarmótinu í svifvængjaflugi í Kólumbíu. Alls taka 120 keppendur þátt og þeirra á meðal eru bæði Evrópu- og heimsmeistarar. Keppt er nokkra daga og hófst mótið 9. janúar og lýkur 20. janúar. Meira »

Frágangurinn ekki til fyrirmyndar

11:25 Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, gaf skýrslu við aðalmeðferð markaðsmisnotkunarmáls bankans í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, síðastur sakborninga. Hann neitaði sem fyrr þeim sökum sem á hann eru bornar, en hann er ákærður í öllum þremur ákæruliðum málsins. Meira »

Hún er ein af 325 í heiminum

11:20 Fjóla Röfn Garðarsdóttir er sérlega félagslynd þriggja ára stelpa sem bókstaflega „elskar fólk“, að sögn Ásdísar Gunnarsdóttur, móður hennar. Meira »

Er þetta ekki bara frekja?

11:00 Urður Njarðvík, dósent við sálfræðideild HÍ, fjallar nú í hádeginu um birtingarmynd kvíða barna og unglinga og hvernig foreldrar geta tekist á við vandann. Streymt verður beint frá fundinum. Meira »

Varð úti á Sólheimasandi

11:00 Banda­ríski ferðamaður­inn sem fannst látinn á Sól­heimas­andi í lok október á síðasta ári, lést úr ofkælingu. Segir lögreglan á Selfossi í samtali við mbl.is að þetta hafi verið niðurstaða krufningar. Meira »

Bæta við borholum í Heiðmörk

10:40 Veitur vonast til að þrjár nýjar borholur í Vatnsendakrikum í Heiðmörk verði komnar í gagnið í vor. Svæðið stendur töluvert hærra í landinu en aðrar borholur. „Þetta er mjög góð viðbót,“ segir Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Veitna, og telur að minni líkur verði á auknu magni jarðvegsgerla þar. Meira »

Guðni í hestvagni konungs

10:32 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands brosti til ljósmyndara úr hestvagninum sem hann kom í til sænsku konungshallarinnar í opinberri heimsókn sinni í Svíþjóð í gær. Í vagninum sat hann við hlið Karls Gústafs konungs. Meira »

LSH notar sjúkraflug til að losa pláss

10:04 Sjúkraflugum með sérútbúinni sjúkraflugvél á Akureyri hefur fjölgað jafnt og þétt frá árinu 2013. Aukningin nemur um 100 sjúklingum á milli ára. Skýringin liggur ekki í fjölgun erlendra ferðamanna heldur í flutningi sjúklinga sem hafa lokið rannsóknum eða meðferð á Landspítala á landsbyggðina. Meira »

18 milljónir til flóttakvenna

09:25 UN Women á Íslandi hefur fært griðastöðum UN Women í Zaatari flóttamannabúðunum í Jórdaníu rúmar 18 milljónir króna, sem söfnuðust í neyðarsöfnun og jólagjafasölu landsnefndarinnar. Meira »

Tveir fluttir á bráðamóttöku

09:20 Ökumenn tveggja bifreiða voru fluttir á bráðamóttöku í morgun eftir árekstur á Álftanesi um áttaleytið í morgun.  Meira »

42 kg af hörðum efnum

08:55 Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum lagði hald á rúmlega 42 kíló af hörðum fíkniefnum í 46 fíkniefnamálum í fyrra. Einn var með eitt kíló af kókaíni í 106 pakkningum innvortis. Meira »

Fjárveiting tryggð til ILS-aðflugsbúnaðar

07:57 Þörf er á fullkomnari aðflugsbúnaði á Akureyrarflugvelli ef hann á að geta þjónað reglulegu millilandaflugi eins og heimamenn vilja. Þá er þörf á því að stækka flugstöðina og flughlaðið. Meira »

„Skemmtilegi karlinn í sjónvarpinu“

08:59 Frá árinu 1985 hefur Örn Árnason leikið Davíð Oddsyni og er túlkun hans löngu orðin landsfræg. Fáir hafa eytt jafn miklum tíma í að stúdera Davíð og hans framkomu undanfarna áratugi. Meira »

Bieber-áhrif í Fjaðrárgljúfri

08:18 Ferðamönnum sem komu í Fjaðrárgljúfur sem er skammt vestur af Kirkjubæjarklaustri hefur fjölgað um 82 % milli áranna 2016 og 2017. Meira »

Tillaga sjálfstæðismanna felld

07:37 Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem flutt var af Kjartani Magnússyni á fundi borgarstjórnar í fyrradag um að undanþiggja Hjálpræðisherinn frá því að greiða gatnagerðar- og byggingarréttargjald vegna úthlutunar lóðar við Suðurlandsbraut 72-74, var felld í borgarstjórn í fyrradag með níu atkvæðum gegn fimm. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Ertu með krabbamein á byrjunarstigi?
Eftir hægðir setur þú eitt Ez Detect prófblað í salernið. Ef ósýnilegt blóð e...
Bílskúr/garðhús - Stapi 15 fm bjálkahús - Tilboð kr. 448.000,-
Stapi er nýtt hús frá 2017 sem við höfum hannað sérstaklega fyrir íslenskan mark...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Tek að mér byggingastjórn og uppáskrift húsasmíðameistara. Nýbyggingar, viðhald...
Útsala
Bókaútsala Mikið magn bóka á 500 kr. stk. Aðrar bækur með 25% afslætti Hjá Þorva...
 
Hafnarvörður
Skrifstofustörf
????????????? ???????????? ??? ??????? ...
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Framboðslisti
Fundir - mannfagnaðir
Framboðslisti Sjál...
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...