Farbann framlengt til 8. október

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi á mánudag farbann yfir föður barns sem talið er hafa látist af völdum blæðinga í heila í mars sl., en barnið var hrist harkalega. Skal maðurinn sæta farbanni til 8. október. 

Í dag rennur út frestur sem maðurinn hefur til þess að kæra úrskurð dómara.

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er langt komin en hún bíður enn eftir rannsóknarniðurstöðum sérfræðinga. 

Barnið var flutt meðvitundarlaust með sjúkrabíl á Landspítalann 18. mars síðastliðinn og lést þar nokkrum klukkustundum síðar. Það hafði verið eitt heima með föður sínum. 

Bráðabirgðaniðurstaða réttarlæknisfræðilegrar rannsóknar bendir til að dánarorsök hafi verið blæðingar í heila, s.k. „shaken baby syndrome“. 

Maðurinn er á þrítugsaldri og var upphaflega úrskurðaður í farbann til 23. apríl sl. Farbannið hefur verið ítrekað framlengt í síðan rannsókn málsins hófst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert