Margt fólk og fé í nýjum réttum

Nýjar réttir voru vígðar í Hrunamannahreppi í uppsveitum Árnessýslu í morgun í blíðskaparveðri. Réttirnar eru gerðar að hluta til úr stuðlabergi úr sveitinni og allar hinar glæsilegustu.

Sveitarstjórinn stjórnaði vígsluathöfninni sem lauk með blessunarorðum prestsins. Þá flutti Sigurður Ingi Jóhannson landbúnaðarráðherra nokkur orð en réttirnar eru í hans heimasveit.

Bændur sögðu mjög gott að draga féð í dilka í þessum nýju réttum, undirlagið væri gott og dilkarnir aðgengilegir.

Um sjöþúsund fjár voru í réttunum en getgátur voru uppi um að fólksfjöldinn væri álíka.

Hin eina sanna réttarstemning var við völd eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiðið. Einnig má sjá ljósmyndir úr réttunum hér fyrir ofan.

mbl.is