Vill friðlýsa „handónýtt“ íbúðarhús

„Eðlilegast væri að rífa húsið, það er handónýtt,“ segir Þóra …
„Eðlilegast væri að rífa húsið, það er handónýtt,“ segir Þóra Einarsdóttir ábúandi á Kárastöðum mbl.is/Ómar

„Eðlilegast væri að rífa húsið, það er handónýtt,“ segir Þóra Einarsdóttir ábúandi á Kárastöðum á Þingvöllum um gamalt íbúðarhús sem Húsafriðunarnefnd hefur lagt til að verði friðlýst.

Í áliti nefndarinnar kemur jafnframt fram að ekki megi draga mikið lengur að hefja viðgerðir á húsinu ef bjarga eigi því frá eyðileggingu.

Þóra, sem á hlut í húsinu, hafði ekki vitneskju um að til stæði að friðlýsa það. Húsið hefur staðið autt í hátt í fjörutíu ár og er í niðurníðslu. Húsið er í eigu fjölskyldu, afkomenda systkina og er hópurinn orðinn nokkuð stór, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Að sögn Þóru var húsið dæmt ónýtt á níunda áratug síðustu aldar. Því á hún bágt með að skilja hvers vegna óskað sé eftir að friðlýsa ónýtt hús.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert