Kona varð undir fjárhópi

mbl.is/Hjörtur

Kona slasaðist í Oddsstaðarétt í Lundarreykjardal í Borgarfirði í morgun. Að sögn lögreglu slasðist konan er kindur ruddast fram hjá henni með þeim afleiðingum að hún féll og lenti illa. Óskað var eftir sjúkrabíl sem flutti konuna á sjúkrahús.

Fram kemur á vef Skessuhorns að ný og endurbyggð Oddsstaðarétt hafi verið tekin í notkun kl. 9 í morgun.

Þá segir, að óhappið hafi átt sér stað skömmu eftir að réttarhald hófst. Þegar verið var að reka fé áleiðis í almenninginn kom styggð á fjárhópinn og hlupu kindur á fólk sem stóð fyrir með þeim afleiðingum að konan, sem er á fimmtugsaldri, varð undir fjárhópnum. Nærstæddir komu konunni þó fljótlega til hjálpar en kalla þurfti til sjúkrabíl sem flutti hana undir læknishendur. Hún er ekki talin alvarlega slösuð, en kenndi eymsla eftir troðninginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert