Eyðilagði Nóbelsræðu föður síns

„Það er ein af fyrstu minningunum mínum, ég var þá fjögurra ára. Það var stórt útvarp í leðurhulstri í borðstofunni og ég man að það voru allt í einu voðaleg læti í símanum og alls konar fólk kom heim. Svo var kveikt á útvarpinu og þá var pabbi að þakka fyrir sig á sænsku,“ segir Sigríður Halldórsdóttir um það þegar faðir hennar, Halldór Laxness, fékk Nóbelsverðlaunin en viðtal við hana birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina.

<div><span><br/></span></div><div><span>Sigríður segir frá því hvernig hún, Guðný systir hennar og lítil frænka eyðilögðu upptöku af Nóbelsræðunni stuttu síðar. Þá var stúlknahópurinn </span><span>að leika leikrit í stofunni á Gljúfrasteini. „</span><span>Pabbi átti mjög stórt segulbandstæki sem við kveiktum á og á spólunni heyrðist pabbi tala á sænsku. Við tökum bara yfir þetta, sögðum við hver við aðra og lékum leikrit yfir allt efnið. Á spólunni var Nóbelsræðan hans pabba og við eyðilögðum hana. Pabbi komst aldrei að þessu því sem betur fer fyrir okkur stelpurnar bilaði tækið stuttu seinna og því var hent á haugana.“</span></div><div><span><br/></span></div><div><span>Sigríður ræðir líf og störf í viðtalinu og hvernig það er að vera persóna í skáldsögu dóttur sinnar.</span></div><div> <div><span><br/></span></div> </div>
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert