Bitist um íbúðir á okurverði

Árið 2003 sker sig nokkuð úr síðasta áratuginn vegna fjölda ...
Árið 2003 sker sig nokkuð úr síðasta áratuginn vegna fjölda lítilla íbúða, en þá voru byggðar 210 tveggja herbergja íbúðir, flestar í Grafarholti. mbl.is/Sigurður Bogi

„Maður verður bara reiður þegar maður sér hvað fólk er að gera,“ segir ungur maður á þrítugsaldri sem er, líkt og svo margir aðrir, í leit að leiguíbúð fyrir einn.

Vöntun er á húsnæði fyrir einstaklinga og ungt fólk sem er að byrja að búa. Litlum íbúðum hefur fækkað hlutfallslega ef tekið er mið af fólksfjölgun, eins og rakið er hér til hliðar. Samkeppnin um litlar íbúðir er því hörð um þessar mundir og leiguverðið eftir því hátt.

Íbúð fyrir einn á 130 þúsund

Ungi maðurinn sem ræddi við mbl.is vill ekki koma fram undir nafni en er hér kallaður Halldór. Fyrir rúmu ári bjó Halldór einn í tæplega 40 fermetra íbúð og greiddi fyrir hana 75 þúsund krónur á mánuði. Hann stofnaði svo til sambúðar með kærustu sinni, en upp úr því slitnaði fyrir stuttu og er hann því aftur í húsnæðisleit.

Staðan sem blasir við honum á leigumarkaðinum er ekki beysin. Íbúðir sambærilegar við þá sem hann leigði í fyrra, eða verri, eru ekki í boði fyrir minna en 120-130 þúsund krónur á mánuði. 

Á núlli strax í upphafi mánaðar

„Ég geri alls ekki miklar kröfur og er bara að skoða litlar íbúðir, stúdíó- eða 2 herbergja, en sá markaður er mjög lítil. Það er eiginlega ekkert í boði nema stúdentagarðar,“ segir Halldór. Þar fær hann þó ekki inni enda er hann ekki í skóla heldur á vinnumarkaði. Mánaðarlaun hans eftir skatt eru um 190 þúsund krónur.

„Þetta myndi sleppa ef tveir væru að leigja saman, þótt það sé samt dýrt að borga 130 þúsund fyrir 40 fermetra íbúð, en fyrir eina manneskju er ekki hægt að standa undir þessu. Svo bætist við rekstur á bíl, tryggingar og matur. Þá ertu bara í núll krónum strax í upphafi mánaðarins,“ segir Halldór.

„Ofan á það biðja leigusalar líka um þriggja mánaða fyrirframgreiðslur og þessar upphæðir geta verið gígantískt háar, sem þýðir að maður þarf að taka lán sem maður getur varla borgað af því maður er þegar á núllinu.“

Engin sturta og sameiginlegt klósett

Þá er ástand margra íbúðanna heldur bágborið, miðað við verð. „Það er næstum því fyndið að sjá þessar íbúðir,“ segir Halldór. 

„Ég sá til dæmis eina sem var 38 fermetrar með sameiginlegu klósetti með næstu íbúð og þetta var á 120 þúsund á mánuði. Eða 25 fermetra íbúðir á 80 þúsund kall þar sem er ekki einu sinni sturta. Oft er þetta lélegt og ljótt húsnæði, en samt á stjarnfræðilegu verði. Maður verður bara reiður.“

Þrátt fyrir allt er samkeppnin svo hörð að setið er um þessar íbúðir. Halldór vaktar auglýsingavefina, bæði á mbl.is, bland.is og víðar og segist duglegur að senda út fyrirspurnir og meðmæli um leið og ný íbúð er auglýst.

„Ég hef ekki einu sinni fengið að skoða íbúð ennþá. Maður sér að á einum degi skoða 200-300 manns íbúðirnar og svo fær maður svar um að búið sé að leigja hana út. Jafnvel þótt ég hafi verið með þeim fyrstu til að senda fyrirspurn. Þetta sýnir hvað eftirspurnin er mikil og þá náttúrlega hækkar verðið,“ segir Halldór.

Neyðist til að taka það sem býðst

Hann segir augljóslega hálfgerð frumskógarlögmál í gangi á leigumarkaðinum. „Auðvitað vill maður helst fá að skoða íbúðina áður en maður segir já eða nei, en það er varla hægt því andrúmsloftið er þannig að fyrstur kemur, fyrstur fær. Fólk er jafnvel að taka íbúðir sem það hefur bara séð myndir af.“

Halldór segir sárt að sjá þetta leiguverð vitandi að ef hann gæti keypt sér litla íbúð væri raunhæft að afborganir af láni yrðu frá 60-90 þúsund krónur á mánuði.

„Ég veit ekki hvað ég á að gera. Eflaust kemur eitthvað ef ég bíð nógu lengi, en ég hef bara ekki val um það. Ég er í þeirri stöðu að ég verð að fara að taka einhverju og ég er alveg farinn að sætta mig við að það verði ekki undir 100 þúsund krónum á mánuði, en þessar íbúðir sem ég er að skoða á 120-130 þúsund krónur eru ekki þess virði og þýða bara að ég mun ekki eiga neina peninga eftir.“

mbl.is

Innlent »

Fjórir í varðhaldi vegna fíkniefnamáls

19:02 Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna gruns um fíkniefnainnflutning, en málið kom upp á Keflavíkurflugvelli 12. maí síðastliðinn. Samkvæmt því sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld varðar málið innflutning á yfir tíu kílóum af kókaíni, en það vildi lögregla ekki staðfesta. Meira »

Vantar ákvæði um auðkennaþjófnað

18:22 Engin ákvæði eru í hegningarlögum um auðkennaþjófnað sem gerir ákæruvaldinu erfitt fyrir að sækja slík mál að sögn Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara. Ekki var talið líklegt að sakfelling næðist í máli þar sem maður þóttist vera annar maður til þess að nauðga. Meira »

Ákærður fyrir fjárdrátt og peningaþvætti

18:05 Héraðssaksóknari hefur ákært Magnús Stefán Jónasson, fyrrverandi skrifstofustjóra Afls sparisjóðs, fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti. Er hann bæði ákærður fyrir að hafa dregið sér fé og millifært fé inn á reikning verktakafyrirtækis í hans eigu. Ákæran er í níu liðum en sum málin eru um áratugar gömul. Meira »

Þröngur veðurgluggi veldur röð á tindinn

17:50 Þröngur veðurgluggi veldur því á nokkurra ára fresti að löng röð myndast af fjallgöngugörpum á leið á tind Everest, líkt og sjá mátti á mynd sem tekin var af fjallinu í gær. Þetta segir Vilborg Arna Gissurardóttir fjallagarpur og Everestfari, en þrír Íslend­ing­ar toppuðu hæsta fjall heims í morgun. Meira »

Skipaumferð eykst við Húsavík

17:30 Með tilkomu kísilvers PCC á Bakka við Húsavík hefur umferð flutningaskipa aukist mjög um Húsavíkurhöfn og oft má orðið sjá skip bíða fyrir utan höfnina eftir að röðin komi að því við Bökugarðinn. Ráðast þurfti í talsverðar framkvæmdir á höfninni vegna þessa. Meira »

Gert við mastrið á Patreksfirði

17:24 Breski siglingakappinn Andrew Bedwell sigldi smáskútu sinni, 241 Blue One, í einum áfanga frá Neskaupstað til Patreksfjarðar. Það þykir afrek að sigla svo litlu fleyi, 6,5 metra löngu, einn síns liðs milli landa og kringum landið. Meira »

Fleiri Þristar til sýnis

16:48 Þær hafa líklega ekki farið framhjá mörgum, svokallaðar þrista­vél­ar, DC-3- og C-47-flug­vél­ar, frá Banda­ríkj­un­um, sem hafa lent á Reykjavíkurflugvelli síðustu daga. Fimm Þristar til viðbótar á leið frá Ameríku til Bretlands lenda í Reykjavík síðdegis og í kvöld. Meira »

Vilja taka við Hatarabúningum

16:22 Stjórn BDSM á Íslandi hvetur landsmenn sem festu kaup á fatnaði, keðjum, ólum og slíku vegna Eurrovision og hljómsveitarinnar Hatara sem keppti fyrir hönd Íslendinga að koma slíkum búnaði til félagsins ef hann er líklegur til að safna ryki. Meira »

Borgirnar verði endurhannaðar

16:18 Borgarstjórar höfuðborga á Norðurlöndum boðuðu róttækar aðgerðir í loftslagsmálum í Ósló í gær. Þar fer fram alþjóðleg ráðstefna um sjálfbærni borga en Ósló er umhverfishöfuðborg Evrópu í ár. Meira »

Mikil aukning stafrænna þvingana

16:16 Mál ungs manns sem þvingaði konu m.a. til samræðis við aðra menn í krafti stafrænna þvingana er vissulega óvenjulegt að mati Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara, þó sé stöðug aukning í málaflokknum og þörf á að bregðast við því. Ákæruvaldið lítur á slík brot sem nauðgun. Meira »

Umsóknin svar við réttaróvissunni

15:20 „Ástæðan er auðvitað niðurstaða Mannréttindadómstólsins, þó að ég sé ekki sammála henni. Þetta skapar réttaróvissu um mitt umboð til að gegna dómstörfum. Mér fannst rétt að freista þess að endurnýja það umboð.“ Meira »

Enginn bilbugur á Ólafi og félögum

15:05 „Þetta er vösk sveit eins og menn sjá langar leiðir,“ segir Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, sem segir enga þreytu í hópnum vegna umræðunnar um þriðja orkupakkann sem hefur farið fram þrjár síðustu nætur. Meira »

Vilja innlegg íbúa við gerð nýs leiðanets

14:44 Vinna er hafin við nýtt leiðanet Strætó sem er skipulagt með það að markmiði að tengja vagna Strætó við fyrsta áfanga Borgarlínu. Þá kalla skipulagsbreytingar á Hlemmi og umferðarmiðstöð BSÍ einnig á breytingu á núverandi leiðakerfi. Meira »

Samið um lengri hálendisvakt í sumar

14:29 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra hefur annað árið í röð ákveðið að auka framlag ráðuneytisins til Hálendisvaktar björgunarsveitanna til þess að unnt verði að hefja viðveru á hálendinu hálfum mánuði fyrr en ella. Viðbótarframlagið nemur 900 þúsund krónum. Meira »

„Það er alltaf sama ákallið“

14:15 „Það er alltaf sama ákallið. Það þyrfti að koma aftur á láglendisgæslu björgunarsveitanna á þessum fjölförnu stöðum á Suðurlandi, fá lögreglubíl staðsettan í Öræfin og hafa staðbundinn hjúkrunarfræðing innan Vatnajökulsþjóðgarðs,“ segir framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar á Höfn. Meira »

Klaustursmálið í höndum siðanefndar

13:45 Forsætisnefnd Alþingis á eftir að funda vegna úrskurðar Persónuverndar sem var kveðinn upp í Klaustursmálinu. Nefndin vísaði málinu til siðanefndar til efnislegrar umfjöllunar og er það í höndum hennar eins og staðan er núna. Meira »

„Gefum börnum tækifæri á að tala“

13:45 „Rannsóknir hafa sýnt að yngra fólk er líklegra til þess að þróa með sér áfallastreitueinkenni í kjölfar kynferðisofbeldis en þeir sem eldri eru,“ segir Anna Þóra Kristinsdóttir, sálfræðingur hjá Stígamótum, sem kom að gerð skýrslu UNICEF um ofbeldi gagnvart börnum á Íslandi. Meira »

Veita viðurkenningu fyrir plastlausar lausnir

13:34 Umhverfisstofnun auglýsir nú eftir tilnefningum til nýrrar viðurkenningar sem hlotið hefur heitið Bláskelin. Viðurkenningin verður veitt fyrirtæki, stofnun, einstaklingi eða öðrum fyrir framúrskarandi lausnir sem stuðla að minni plastnotkun og plastúrgangi í samfélaginu. Meira »

Ásetningur „einarður“ og brotin „alvarleg og óvenjuleg“

12:42 Ásetningur karlmanns á þrítugsaldri, sem var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, blekkingu og kúgun er sagður „einarður“ og brotin eru bæði „alvarleg og óvenjuleg,“ að því er segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum. Meira »
Vélbörur
Það er ekkert sem stoppar þennan nema klaufaskapur. Skoðaðu öll tækin á www.har...
Hvernig líst þér á Natalie
Vissir þú að nú er 40.000 kr afsláttur af Natalie? Klikkaðu á linkinn fyrir neð...
Jema A/S danskar skæralyftur
Við seljum hinar vinsælu skæralyftur frá JEMA . Lyfta 1,2 m og 3 T ,glussadrifn...