Dregur úr áfengisneyslu ungmenna

Dregið hefur úr áfengis- og vímunefnaneyslu ungmenna síðustu ár.
Dregið hefur úr áfengis- og vímunefnaneyslu ungmenna síðustu ár. mbl.is/Kristinn

Dregið hefur úr áfengis- og vímuefnaneyslu unglinga. Þetta kemur fram í Rannsókn á vímuefnanotkun framhaldsskólanema á Íslandi árið 2013, sem Rannsóknir og greining við Háskólann í Reykjavík framkvæmdu.

Vímuefnaneysla hefur minnkað gríðarlega meðal unglinga í efstu bekkjum grunnskóla undanfarin 15 ár, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Þá hefur hún einnig minnkað verulega meðal nemenda í framhaldsskólum frá árinu 2000. Til samanburðar er ölvunardrykkja nemenda, 16 og 17 ára í framhaldsskólum í ár, 2013 um 35%, en árið 1998 var hún 42% í 10. bekk. Stærsta stökkið í neyslu verður þegar einstaklingur hefur nám í framhaldsskóla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »