Engar íslenskar rafbækur til útláns

Enn sem komið er er ekki hægt að fá íslenskar …
Enn sem komið er er ekki hægt að fá íslenskar rafbækur að láni. mbl.is/Ómar

Hlutverk bókasafna er að lána út bækur. Enn sem komið er er ekki hægt að fá íslenskar rafbækur að láni þrátt fyrir að bækurnar séu fáanlegar á stafrænu formi.

Ýmislegt er í deiglunni í umræðunni um rafbókavæðinguna hér á landi. Hvorki er komin heildarlausn á fyrirkomulag útlána né hvernig aðilar geta lánað rafbók sín á milli enda eru þær oftar en ekki læstar með afritunarvörn.

„Ég hefði viljað sjá tilraunaverkefni með útlán rafbóka í samstarf við íslenska bókaútgefendur,“ segir Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður, í fréttaskýring um þetta mál í Morgunblaðinu í dag. Hún segir að umhverfið í kringum rafbókina sé á „miklu flugi“ og fyrirferðarmikil umræða sé um hvernig best sé að hátta miðlun á rafbókinni og útlánum. „Við setjum okkar það markmið að fylgjast með hvernig markaðurinn þróast.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »