Ómetanleg verðmæti

Ingi Freyr Hilmarsson (til vinstri) og Bjarmi Sigurgarðsson, framkvæmdastjóri Vélfags.
Ingi Freyr Hilmarsson (til vinstri) og Bjarmi Sigurgarðsson, framkvæmdastjóri Vélfags. mbl.is/Skapti
Hjá Vélfagi í Ólafsfirði eru framleiddar vélar til fiskvinnslu, hausarar, flökunarvélar og roðflettivélar, og þykja afbragð.
Eigandinn segir þó erfitt að svara þeirri spurningu hvort reksturinn gangi vel: „Við erum beintengd sjávarútvegi og finnum fyrir því hve óvissan hefur verið mikil í greininni,“ segir Bjarmi Sigurgarðsson.

Bjarmi og eiginkona hans, Ólöf Ýr Lárusdóttir, stofnuðu Vélfag 1995. Þau eru bæði að sunnan en ákváðu að venda sínu kvæði í kross árið 1987 og flytja út á land. Ólafsfjörður varð fyrir valinu, Bjarmi fór á sjó en varð að hætta og fara í land eftir að hafa slasast á auga. Hann hóf síðan að þjónusta útgerðina við viðhald véla um borð og fyrirtækið þróaðist smám saman. Starfsmenn eru nú 10 að eigendunum meðtöldum. Hjónin bjuggu í 15 ár í Ólafsfirði en eru flutt til Akureyrar og reka fyrirtækið á báðum stöðum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag eftir heimsókn þess til Ólafsfjarðar.

Helgi Þórðarson, t.v., og Þormóður Sigurðsson við sköpun hjá Vélfagi.
Helgi Þórðarson, t.v., og Þormóður Sigurðsson við sköpun hjá Vélfagi. mbl.is/Skapti
mbl.is