Bjartsýni í ferðaþjónustunni

Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. mbl.is/Styrmir Kári

,,Menn virðast vera nokkuð bjart- sýnir fyrir veturinn. Það er engin ástæða til að ætla annað en að þetta geti orðið góður vetur.“

Þetta segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, meðal annars í Morgunblaðinu í dag um horfurnar í ferðaþjónustunni og bókanir fyrir veturinn.

Erna hefur að undanförnu verið í sambandi við forsvarsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu í Reykjavík og víðs vegar um landið til að reyna að fá mynd af hvernig veturinn geti litið út. Hún segir að fjölgun ferðamanna yfir vetrartímann hafi verið mjög mikil seinustu tvo vetur og menn eiga ekki von á öðru en að komandi vetur geti einnig orðið góður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »