Íslenskt landslag selur í Hollywood

Tökulið Game of Thrones við Dyrafjöll fyrir ofan Nesjavelli.
Tökulið Game of Thrones við Dyrafjöll fyrir ofan Nesjavelli.

Möguleikar Íslands sem kvikmyndalands eru umfjöllunarefni greinar í Washington Post í dag. Þar kemur fram að Hollywood sé að færa landinu tekjur sem það þurfi verulega á að halda.

Í greininni kemur fram að Ísland hafi birst sem framandi pláneta, fjallgarður í Himalaja og jafnvel snævi þakin fantasía í Game of Thrones. Hollywood færi Íslandi þær tekjur og störf sem það þurfi á að halda sem og smá skvettu af töfrum. Einstök náttúra ásamt skattafríðindum hafi þau áhrif að margir af helstu kvikmyndaframleiðendunum í Hollywood og sjónvarpsframleiðendur sækja hingað.

Haft er eftir EInari Sveini Þórðarsyni, hjá kvikmyndafyrirtækinu Pegasus, að helsta ástæðan fyrir ásókn í að gera kvikmyndir hér sé einstakt landslag. 

Í sumar eyddu um 300 manns sem komu að gerð fjórðu þáttaraðarinnar Game of Thrones tveimur vikum á Þingvöllum. 

Leifur Dagfinnsson, hjá True North tekur undir þetta með Einari Sveini og bætir við að margir góðir tökustaðir skipti einnig miklu.

Umfjöllun Washington Post í heild
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert