Svikarar sjá sér leik á borði á leigumarkaði

mbl.is/Sigurður Bogi

Frumskógarlögmál ríkir á leigumarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Þess eru dæmi að fólk reiði af hendi greiðslu til að festa sér íbúð, án þess að hafa séð annað en myndir af henni. Í þessu umhverfi sjá svikahrappar sér leik á borði að hafa fé af fólki.

Borið hefur á einkennilegri framsetningu á sumum auglýsingavefjum, þar á meðal bland.is og á leiguvef mbl.is. Algengt munstur er að húseigandinn segist vera staddur erlendis og geti því ekki sýnt íbúðina en lykillinn verði afhentur eftir greiðslu tryggingar.

Oftar en ekki fylgir sögunni, þegar líður á samskiptin, að margir fleiri hafi áhuga á húsnæðinu og því ríði á að ganga frá samningum sem fyrst. Þegar á reynir er svo íbúðin alls ekki til útleigu eða jafnvel ekki til.

Margir höfðu samband við svikahrapp

Raunin virðist vera sú að jafnvel þótt viðvörunarbjöllur klingi um að ekki sé allt með felldu séu sumt fólk komið í svo þrönga stöðu í húsnæðisleit að örvæntingin verði skynseminni yfirsterkari og það láta tilleiðast. 

Nokkrar auglýsingar hafa á síðustu vikum verið teknar út af leiguvef mbl.is eftir að grunur vaknaði um svik. Hinsvegar sést að áður en þær voru fjarlægðar höfðu tugir notenda, jafnvel hátt í 100 manns á einum degi, sent fyrirspurnir til þess sem auglýsti. 

mbl.is ræddi í vikunni við ungan mann í húsnæðisleit sem sagði fólk taka mikla sénsa á leigumarkaðnum. „Auðvitað vill maður helst fá að skoða íbúðina áður en maður segir já eða nei, en það er varla hægt því andrúmsloftið er þannig að fyrstur kemur, fyrstur fær. Fólk er jafnvel að taka íbúðir sem það hefur bara séð myndir af.“

Rétt er að taka fram að mbl.is hefur sent lögreglu allar haldbærar upplýsingar um grunaða svikahrappa. Þá má benda á að ef grunsemdir vakna hjá fólki um að eitthvað sé bogið við auglýsingu á mbl.is er hægt að senda ábendingu á netdeild@mbl.is.

Ættu að hringja viðvörunarbjöllum

Hafliði Þórðarson, lögreglufulltrúi hjá fjármunabrotadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að sem betur fer hafi ekki mörg mál ratað inn til þeirra þar sem fólk hafi tapað fé vegna leiguíbúðasvindls. „Það er engin holskefla í þessu, en það eru dæmi um það og auðvitað sárt fyrir þá sem lenda í því.“

Svikaauglýsingar má yfirleitt þekkja af ákveðnum atriðum. Á leiguvef mbl.is hafa slíkar auglýsingar t.d. átt það sameiginlegt að þar virðist vera notast við þýðingarvél Google til að setja textann saman. Stundum hefur lýsingunni á íbúðinni verið raðað saman úr öðrum auglýsingum og stemmir textinn þá illa við myndirnar við nánari athugun.

Hafliði segir að ákveðin atriði ættu að hringja viðvörunarbjöllum. Fyrir það fyrsta eigi alltaf að forðast að leggja fram greiðslu án þess að hafa fengið neitt í hendurnar. Þegar seljandinn færist stöðugt undan því að hitta kaupandann, eða sýna íbúðina, með einhverjum afsökunum þá sé það sterk vísbending um að brögð séu í tafli.

„Menn spila líka þann leik að þykjast vera svolítið fákunnandi, þannig að þér finnist þú hafa yfirhöndina í viðskiptunum. Svo á endanum hugsar fólk kannski að það megi bara ekki missa af þessu tækifæri og drífir sig í að borga til að festa sér íbúðina,“ segir Hafliði. 

Þess eru dæmi að fólk tapi peningum sem það greiðir ...
Þess eru dæmi að fólk tapi peningum sem það greiðir fyrirfram til að festa sér leiguíbúð sem síðan reynist ekki vera til. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Búið að opna Reykjanesbrautina

09:37 Búið er að opna á umferð um Reykjanesbraut á ný. Mikið hvassviðri er þar þó enn og vatnselgur að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Veðrið hefur nú líklega náð hámarki á höfuðborgarsvæðinu að mati vakthafandi veðurfræðings hjá Veðurstofunni. Meira »

Björgunarsveitir kallaðar í Hlíðarsmára

09:19 Björgunarsveitir voru kallaðar út að Hlíðarsmára í Kópavoginum á níunda tímanum í morgun eftir að rúða fór úr glugga í ofsaveðrinu. Fyrr í morgun höfðu björgunarsveitamenn verið kallaðir til þegar svalahurð fór af annars staðar í borginni. Meira »

53 m/s undir Hafnarfjalli

09:19 Vindhraði hefur mælst allt að 53 m/s í hviðum undir Hafnarfjalli í morgun. Meðalvindhraðinn er 29 m/s.   Meira »

Fundi með bæjarstjóra frestað vegna veðurs

09:12 Fundur eldri sjálfstæðismanna með Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði, sem fara átti fram í Valhöll í hádeginu í dag fellur niður vegna veðurs. Meira »

Sex létust í árás á lögreglustöð

08:56 Sex létust er hópur vopnaðra manna réðst inn á lögreglustöð í Suður-Afríku í dag og rændi þar skotvopnum. Fimm hinna látnu voru lögreglumenn og einn var hermaður. Meira »

Umferðin hæg en áfallalaus

08:26 Umferðin hefur gengið vel fyrir sig á höfuðborgarsvæðinu í morgun að sögn umferðardeildar lögreglunnar, þrátt fyrir ofsaveðrið sem nú gengur þar yfir. Meira »

Hús íslenskra fræða bíður enn

08:18 Hús íslenskra fræða er eitt af þeim verkefnum sem bíða úrlausnar í fjármálaáætlun til næstu fimm ára sem nú er í vinnslu á Alþingi. Meira »

Rafmagnslaust í Mosfellsdal

08:26 Rafmagnslaust er enn í hluta Mosfellsdals en unnið er að viðgerð.   Meira »

Foreldrar meti aðstæður

08:15 Skólahald hefur ekki verið fellt niður í Árborg en foreldrar eru eins og alltaf þegar veður er vont beðnir um að meta aðstæður og fylgjast með frekari upplýsingum á heimasíðum skólanna. Meira »

Skoða að stækka Hótel Ísland

07:57 Fasteignafélagið Reitir hefur til skoðunar að innrétta hótel í Ármúla 7. Meðal hugmynda er að tengja reksturinn við Hótel Ísland í Ármúla 9. Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, segir málið á hugmyndastigi. Meira »

Öllum aðalleiðum frá borginni lokað

07:57 Í morgun hefur Vegagerðin lokað öllum helstu leiðum til og frá höfuðborgarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að fleiri vegum verði lokað víðsvegar um landið þegar líður á daginn. Meira »

Bílar tollstjóra í nýjum búningi

07:37 „Þetta er smá tilraunastarfsemi hjá okkur. Við prófuðum þessar merkingar á tveimur bílum og ætlum að sjá hvernig mönnum líst á þetta,“ segir Kári Gunnlaugsson yfirtollvörður. Meira »

Bílar farnir að kastast til

07:32 Reykjanesbrautinni var lokað fyrir umferð nú um hálfátta, en ástandið þar var farið að verða slæmt að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. „Það voru farnar að koma tilkynningar frá vegfarendum um að bílar séu farnir að kastast til á Reykjanesbrautinni,“ segir hann. Meira »

„Lægðin afhjúpar þá eðli sitt...“

07:12 Trausti Jónsson veðurfræðingur rýndi í lægðina sem gengur yfir landið í dag á bloggi sínu í gær. Á gervihnattamynd sem hann skoðaði sá hann fyrirbrigði sem kallast „hlýtt færiband“. Meira »

Foreldrar fylgi börnum í skólann

06:46 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur foreldra til að fylgja börnum sínum í skólann nú í morgun, en Veður­stof­an sendi í gær frá sér app­el­sínu­gula viðvör­un fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið, Suður­land, Faxa­flóa, Breiðafjörð og Norður­land vestra. Meira »

Skólahald fellur niður fyrir hádegi

07:27 Allt skólahald í leik- og grunnskólum á Kjalarnesi fellur niður fyrir hádegi í dag, miðvikudag, þar sem von er á ofsaveðri. Búið er að loka veginum um Kjalarnes. Meira »

Lægðin „í beinni“

06:50 Það gengur í suðaustanstorm og -ofsaveður á öllu landinu með morgninum samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar.   Meira »

Nær hámarki um klukkan 9

06:38 „Þetta verður hvellur eins og við spáðum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, um storm og ofsaveður sem gengur yfir landið í dag. Veðrið mun ná hámarki um klukkan 9 suðvestanlands og þar með á höfuðborgarsvæðinu. Meira »
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Egat Diva - Snyrti-Nuddbekkur,Rafmagns fyrir Snyrti,Fótaaðgerða,spa....
Egat Diva - Rafmagns snyrti-/nuddbekkur, Vatnshelt áklæði, svartir og beige ...
https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
Herbegi í ágúst og september
Leita eftir herbegi til leigu á höfuðborgarsvæðinu frá 1. ágúst til 7. október n...
 
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...