Háskóli Íslands enn meðal 300 bestu

Háskóli Íslands aðalbygging
Háskóli Íslands aðalbygging mbl.is/Ómar Óskarsson

Háskóli Íslands heldur sig í sama flokki og í fyrra, í úttekt blaðsins Times Higher Education yfir bestu skóla heims. Listinn var birtur í dag og er Tækniháskólinn í Kaliforníu (Caltech) sá besti.

Þar á eftir koma Hardvard, Oxford, Stanford, Massachusetts Institute of Technology, Princeton, Cambridge, Berkeley, háskólinn í Chicago og Imperial College London.

Gríðarlega hörð barátta um sæti á listanum

Háskóli Íslands er í sæti 251-275 af alls 17 þúsund háskólum sem starfandi eru í heiminum. Þetta er þriðja árið í röð sem Háskóli Íslands er á listanum yfir bestu skólana. 

Kristín Ingólfsdóttir rektor HÍ segir þetta gleðitíðindi fyrir starfsfólk, stúdenta, samstarfaðila skólans og íslenskt atvinnulíf og samfélag. „Baráttan um að halda stöðu á listanum er gríðarlega hörð. Það er til marks um metnað og einbeittan vilja starfsfólks að þessi árangur hefur náðst á erfiðum tímum.“

Kristín segir þó mikilvægt að hafa í huga að þennan árangur megi að hluta rekja til vinnu sem fram fór á árunum fyrir efnahagshrunið. „Flestir skólar sem við keppum við eru í löndum þar sem fjárframlög hafa verið aukin markvisst til að styrkja samkeppnishæfni viðkomandi ríkja.“

Karolinske besti skóli Norðurlanda

Bandaríkin eiga að venju marga skóla á listanum eða 77. Bretland fylgir þar á eftir með 31 skóla af þeim 200 bestu í heimi. Holland kemur tólf skólum á listann, Þýskaland tíu og Frakkland átta.

Sænski háskólinn Karonlinska Institute þykir vera besti háskólinn á Norðurlöndunum og er hann í 36 sæti. Hann hækkar sig um sex sæti frá því í fyrra, en þá var hann í 42 sæti.
Aðeins tveir norrænir háskólar eru meðal þeirra hundrað bestu í heiminum, Karonlinska Institute og háskólinn í Finnlandi. Níu háskólar á Norðurlöndunum komast á lista Times Higher Education í ár.

Háskólar á Spáni, í Tyrklandi og í Noregi komast nú á listann eftir að hafa ekki verið þar í fyrra.  Enginn rússneskur háskóli kemst á listann að þessu sinni. Sterkasti háskólinn þar í landi er í 226 til 250 sæti, en var áður í 201 til 225 sæti.

Horft til ýmissa þátta

Listi Times Higher Education tilgreinir 400 bestu háskólana af þeim 17.000 háskólum sem eru starfandi í heiminum. Háskóli Íslands komst í fyrsta sinn á listann á aldarafmæli skólans 2011 og færðist skólinn upp um heilan flokk á listanum í fyrra. Hann er nú í sama gæðaflokki og þá, en nákvæm staða háskólans á lista yfir þá bestu verður birt á næstu dögum. Háskólinn var í 271. sæti í fyrra.

Listinn byggist á ítarlegu mati á gæðum háskóla og er horft til fjölmargra þátta. Þar ber helst að nefna rannsóknastarf, kennslu, námsumhverfi og áhrif á alþjóðlegum vettvangi. Rannsóknir eru metnar á grundvelli fjölda vísindagreina í virtum alþjóðlegum vísindatímaritum og gæði þeirra eru mæld með fjölda tilvitnana. Sá þáttur sem ræður mestu um þessa sterku stöðu háskólans eru áhrif rannsókna hans á alþjóðlegum vettvangi.

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands
mbl.is

Innlent »

Góðar breytingar fyrir Borgarlínu, verri fyrir skólana

07:57 Í drögum að tillögu að breyttu aðalskipulagi á Sjómannaskólareit og Veðurstofuhæð kemur fram að áform um breytta landnotkun og fjölgun íbúða muni styrkja uppbyggingu farþegagrunns Borgarlínu. Meira »

Stefndi að Skeifunni frá því hann kom í skólann

07:37 „Ég setti mér það markmið þegar ég kom í skólann að taka þessi verðlaun. Það er gömul hefð að keppa um Skeifuna. Mér fannst ég hafa bakgrunninn til að geta stefnt að því,“ segir Guðjón Örn Sigurðsson frá Skollagróf í Hrunamannahreppi sem fékk Morgunblaðsskeifuna afhenta í gær, á Skeifudegi hestamannafélagsins Grana á Hvanneyri. Meira »

Norðanhret í vændum

07:20 Um miðja næstu viku er spáð norðanhreti og ljóst að það mun kólna talsvert frá því sem nú er. Segir veðurfræðingur að komandi maímánuður virðist engin undantekning frá því sem oft er - að það leggi í norðankulda í mánuðinum. Meira »

Hundruð í sóttkví

07:10 Hundruð nemenda og starfsmanna við tvo háskóla í Kaliforníu hafa verið settir í sóttkví vegna mislingafaraldurs sem þar geisar. Það sem af er ári hafa 695 smitast af mislingum í Bandaríkjunum og á heimsvísu hefur mislingatilvikum fjölgað um 300% á fyrstu þremur mánuðum ársins. Meira »

Grunaður um brot á nálgunarbanni

06:42 Maður í annarlegu ástandi var handtekinn síðdegis í gær þar sem hann var í óleyfi í stigagangi fjölbýlishúss í hverfi 111. Maðurinn er grunaður um brot á nálgunarbanni og var hann vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Meira »

Íslensk sulta í toppbaráttunni

05:30 Íslenski framleiðandinn Good Good náði á topp vinsældalista yfir mest seldu sulturnar hjá bandarísku vefversluninni Amazon nýverið. Meira »

Aukin aðsókn í Frú Ragnheiði

05:30 Heimsóknum til Frú Ragnheiðar, skaðaminnkandi úrræðis Rauða krossins fyrir fólk sem notar vímuefni í æð, fjölgaði um 38% á milli áranna 2017 og 2018. Heimsóknirnar voru 3.854 en einstaklingarnir að baki þeim 455. Meira »

Fundað um framkvæmd aðgerða

05:30 Unnið er í Stjórnarráðinu að undirbúningi þess að hrinda í framkvæmd 45 atriðum sem fram komu í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við samninga á almennum vinnumarkaði. Forsætisráðherra hefur boðað til fundar hagsmunaaðila um miðjan maí til að fara yfir stöðu mála og ræða framkvæmdina. Meira »

Nýliðinn vetur var afar hlýr

05:30 Nýliðinn vetur telst vera afar hlýr, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur í samantekt. Meðalhiti í Reykjavík var 2,4 stig, um 1,4 stigum ofan meðallags vetra síðustu 70 ára og 0,6 stigum ofan meðallags síðustu tíu vetra. Hitavik eru svipuð á Akureyri. Meira »

Vara við notkun hættulegra leysihanska

05:30 Geislavarnir ríkisins vara við notkun á svokölluðum leysihönskum á vefsíðu sinni. Um er að ræða hanska sem útbúnir eru öflugum leysibendum sem geta valdið augnskaða með beinni geislun í auga og með endurvarpi á gljáandi fleti. Meira »

Selja má íslenskar kartöflur samhliða innfluttum

05:30 Birkir Ármannsson, kartöfluræktandi í Þykkvabæ, segir að selja megi íslenskar kartöflur samhliða innfluttum, en dreifingarfyrirtækið Bananar hafnaði í síðustu viku kartöflum frá honum með þeim skýringum að þær væru ekki fyrsta flokks. Meira »

Málþófsdraugurinn verði kveðinn niður

05:30 „Einn draugur fer þó um þinghúsið og ygglir sig í þingsalnum og er mikil nauðsyn að kveðinn verði niður, rotaður í einu höggi, en það er málþóf,“ sagði Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, í ræðu á Hátíð Jóns Sigurðssonar sem haldin var í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í gær. Meira »

Brugðust seint við tilmælum frá MAST

Í gær, 23:22 Ópal sjávarfang ehf. fékk upplýsingar frá Matvælastofnun (MAST) um staðfest listeríusmit í þremur afurðum fyrirtækisins um hádegisbil 4. febrúar, en brást ekki við með því að innkalla vörurnar fyrr en síðdegis 6. febrúar. Þá var einungis ein vara af þremur innkölluð. Meira »

Fákaselsmótaröðinni lauk í gærkvöldi

Í gær, 21:00 Fákaselsmótaröðinni lauk í gærkvöldi með keppni í fjórgangi. Elín Árnadóttir sigraði annan flokkinn með 6,87 á Blæ frá Prestsbakka, en þau komu inn í úrslit í 6.-8. sæti. Anna Þöll Haraldsdóttir hafnaði í öðru sæti og í því þriðja var Gunnhildur Sveinbjarnardóttir. Meira »

Krakkarnir alveg til fyrirmyndar

Í gær, 20:45 „Við erum að sigla í að samanlagður fjöldi krakkanna sem hafa komið til okkar að Reykjum séu 60 þúsund. Í okkar huga er þetta eitt stórt ævintýri og betri gesti er ekki hægt að hugsa sér en lífsglaða krakka,“ segir Karl B. Örvarsson, forstöðumaður Skólabúðanna að Reykjum í Hrútafirði. Meira »

Hanagal á Húsatóftum

Í gær, 20:25 Haninn á Húsatóftum er árgali á Skeiðunum. Nú í lok apíl er orðið bjart um klukkan fimm á morgnana og um það leyti fer hinn skrautlegi fugl á stjá með sitt gaggalagú. Gefur tóninn fyrir daginn í þessari blómlegu byggð sem ekið er um þegar leiðin liggur í uppsveitir Árnessýslu. Meira »

„Ekki nýr hrossasjúkdómur“

Í gær, 19:06 „Það er ekki nýr hrossasjúkdómur í landinu. Það eru enn þá smit landlæg frá því fyrir rúmum áratug og tveimur. Það lítur allt út fyrir að það sé aðeins að ná sér á strik núna,“ segir Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST. Meira »

Ástþór að baki flugrekstrarhugmynd

Í gær, 18:45 Athafnamaðurinn Ástþór Magnússon, ásamt fleirum, stendur á bak við viðskiptahugmynd um stofnun nýs íslensks flugfélags, sem kynnt er á vefsíðunni flyicelandic.is. Meira »

Mistur og lítil loftgæði í höfuðborginni

Í gær, 17:38 Loftgæði sums staðar á höfuðborgarsvæðinu eru mjög lítil sam­kvæmt vef Um­hverf­is­stofn­un­ar, Loft­gæði.is. Mikið rykmistur liggur yfir höfuðborgarsvæðinu en það er ættað frá Sahara-eyðimörkinni. Meira »
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR í Glæsibær
Glæsilegar kristalsljósakrónur fyrir falleg heimili. Handskornar kristalsljósak...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Stærð 120, 140 og 160 cm og eftir mál...
Jöklar - Hús fyrir ferðaþjónustu
Jöklar hafa átt miklu fylgi að fagna frá því þau komu fyrst á sjónarsviðið, vori...
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...