Fíkniefni fundust við húsleit

Lögreglan fann fíkniefni til einkaneyslu við húsleit.
Lögreglan fann fíkniefni til einkaneyslu við húsleit. Júlíus Sigurjónsson

Lögreglan í umdæmi lögreglustjórans á Seyðisfirði gerði upptækt nokkurt magn af fíkniefnum á föstudaginn. Farið var í húsleit í verbúð á Vopnafirði að undangengnum dómsúrskurði en grunur lék á að þar færi fram fíkniefnaneysla. Þar fann lögreglan átta til tíu grömm af amfetamíni og þrjú til fjögur grömm af marijúana auk tækja til neyslu. Málið telst upplýst.

mbl.is