Íslenskar götur komnar á landakortið

Hægt er að skoða miðbæ Reykjavíkur og allar aðrar götur …
Hægt er að skoða miðbæ Reykjavíkur og allar aðrar götur höfuðborgarinnar í Steet View þjónustunni.

Google er búið að setja íslenskar götur á landakortið hjá sér, en eftir að hafa tekið myndir með tveimur bílum um allt land í sumar er búið að setja afraksturinn inn á kortavef fyrirtækisins. Þetta er hluti af svokallaðri Street View þjónustu, en þar gefst fólki að skoða hverja staðsetningu í öllum götum. Nú þegar er búið að setja inn flesta staði á landinu, en enn á eftir að bæta við einhverjum bæjum úti á landi.

Bílarnir komu til landsins í júlí og hófu að taka 360 gráðu víðmyndir í Reykjavík 24. júlí. Voru þeir nokkuð áberandi, en á þaki bílanna voru risastórar myndavélar sem vísuðu í allar áttir.

Hægt er að skoða þjónustuna hér og athuga hvernig til tókst að mynda nærumhverfið.

Frétt mbl.is: Google byrjar að mynda í Reykjavík

Google fór til flestra staða á Íslandi, eins og sjá …
Google fór til flestra staða á Íslandi, eins og sjá má á kortinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert