Munaði um hjálminn

Hjálmurinn bjargar.
Hjálmurinn bjargar. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Betur fór en á horfðist þegar drengur á reiðhjóli hjólaði í veg fyrir bifreið við Skarðshlíð á Akureyri rétt eftir kl. 18 í kvöld. Að sögn lögreglu hruflaðist hann í andliti og fann til í hendi og baki en virtist að öðru leyti ómeiddur. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið.

Lögregla segir ljóst að miklu munaði að maðurinn var með hjálm.

mbl.is

Bloggað um fréttina