Vilja leika mýrarbolta við stjórn SUS

Vinningstillaga Hornsteina arkitekta ehf. í hönnunarsamkeppni um Hús íslenskra fræða.
Vinningstillaga Hornsteina arkitekta ehf. í hönnunarsamkeppni um Hús íslenskra fræða.

Stjórn Ungra vinstri grænna hefur skorað á stjórn Sambands Ungra sjálfstæðismanna í mýrarbolta í grunninum þar sem Hús íslenskra fræða átti að rísa.

„Nú þegar framkvæmdir eru komnar á ís vegna niðurskurðarstefnu ríkisstjórnarinnar sem lagði áherslu á „þjóðmenningu“ er kominn stór reitur sem enginn veit hvað á að gera við,“ segir í fréttatilkynningu frá stjórn Ungra vinstri grænna.

Því hafa þau nú hug á að spila mýrarbolta sem hlýtur að teljast það menningarlegasta sem hægt er að gera við núverandi aðstæður, segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert