„Eyðilegt framundan hér heima“

Úr aðrennslisgöngum Búðarhálsvirkjunar.
Úr aðrennslisgöngum Búðarhálsvirkjunar. Ljósmynd/Steingrímur Karlsson

„Það er eyðilegt framundan hér heima og við þurfum að reyna að vega það upp með því að þreyja þorrann aðeins lengur í Noregi.“

Þetta segir Kolbeinn Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Ístaks í Morgunblaðinu í dag. Framkvæmdunum við Búðarhálsvirkjun, sem staðið hafa yfir frá hausti 2010, lýkur fyrir jól.

„Þarna er stóru verki að ljúka og okkur sárvantar verk hér heima,“ segir Kolbeinn. Starfsmönnum við virkjanaframkvæmdirnar fer jafnt og þétt fækkandi. Að sögn Kolbeins neyðast þeir til að fækka um nokkra tugi starfsmanna en vonast til að það verði í skamman tíma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »