Gunnar í Krossinum vildi fjölmiðlabann

Gunnar Þorsteinsson.
Gunnar Þorsteinsson. Ómar Óskarsson

Gunnar Þorsteinsson, sem oftast er kenndur við Krossinn, fór fram á að réttarhald yrði lokað í meiðyrðamáli sem hann höfðaði á hendur tveimur konum, fyrrverandi ritstjóra Pressunnar og útgáfufélagi Pressunnar. Einnig ef það yrði ekki samþykkt að fjölmiðlabann yrði lagt á umfjöllun um málið.

Fyrirtaka var í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og las dómari upp ákvörðun sína. Dómari sagði meginregluna að þinghöld skuli háð í heyranda hljóði og ríkar ástæður þurfi að liggja fyrir til að víkja frá því. Dómari benti á að um sé að ræða meiðyrðamál vegna ummæla sem birtust á Pressunni og að lögmaður Gunnars hafi ekki bent á nauðsyn þess að víkja frá meginreglunni.

Því var kröfunni um að réttarhaldið yrði lokað hafnað sem og að fjölmiðlabann yrði lagt á umfjöllunina.

Óvíst er hvenær aðalmeðferð í málinu, sem snýr að ummælum um meint kynferðisbrot Gunnars gegn sex konum, fer fram en gert er ráð fyrir að það verði fyrir áramót.

Frétt mbl.is: Gunnar hyggst stefna Pressunni

mbl.is
Loka