Mörg þúsund á ári ganga Fimmvörðuháls

Göngufólk á gangi milli nýju gíganna Magna og Móða á …
Göngufólk á gangi milli nýju gíganna Magna og Móða á Fimmvörðuhálsi. mbl.is/HAG

Hálsinn á milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls nefnist Fimmvörðuháls. Leiðin yfir hann er ein vinsælasta gönguleið hér á landi, en lagt er af stað frá Skógum og gengið niður í Þórsmörk.

Þúsundir göngugarpa fara þarna um árlega, að sögn Skúla H, Skúlasonar framkvæmdastjóra Ferðafélagsins Útivistar, en félagið er með vikulegar ferðir yfir Fimmvörðuháls yfir sumartímann.

„Þetta er líklega ein vinsælasta gangan okkar, en á okkar vegum fara á þriðja hundrað manns á hverju ári,“ segir Skúli í Morgunblaðinu í dag og bætir við, að gjarnan sé uppselt í ferðirnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Loka