Nýtt 5 stjörnu hótel byggt við Bláa lónið

Lúxushótel og veitingastaður verða í byggingum sem reistar verða í …
Lúxushótel og veitingastaður verða í byggingum sem reistar verða í hrauninu, í framhaldi af veitingastaðnum Lava. Nýju byggingarnar eru sýndar til vinstri á myndinni, umluktar nýju lóni. Tölvuteikning/Bláa lónið

Hafinn er undirbúningur að byggingu lúxushótels við Bláa lónið og stækkun upplifunarsvæðis þess. Þetta verður 5 stjörnu hótel með 74 herbergjum ásamt nýjum veitingastað, umlukið bláu lóni.

Hönnun er langt komin og stefnt er að því að verklegar framkvæmdir hefjist eftir ár og að hótelið verði opnað vorið 2017. Upplifunarhönnun er mikilvægur þáttur í undirbúningi en hún felur í sér að skapa stemningu og andrúmsloft til að hámarka upplifun gesta.

Bláa lónið muni í auknum mæli sækjast eftir betur borgandi ferðamönnum sem leita eftir nýjum ævintýrum. „Félagið hefur fundið fyrir mikilli eftirspurn eftir aukinni upplifun og gistingu og telur Bláa lónið að nú sé rétti tíminn til að hefja undirbúning verkefnisins,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, í umfjöllun um hóteláformin í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert