Íslendingar í forréttindastöðu í Noregi

Hauststemning á bryggjunni í miðborg Ósló.
Hauststemning á bryggjunni í miðborg Ósló. mbl.is/Golli

Íslendingar eru sjaldan taldir til innflytjenda í Noregi, ólíkt öðrum innflytjendum sem skera sig „óþægilega“ úr. Sjálfir líta Íslendingar í Noregi heldur ekki endilega á sig sem innflytjendur, en allur gangur er þó á því hversu vel og fljótt þeim gengur að aðlagast norsku samfélagi, að sögn Guðbjartar Guðjónsdóttur sem rannsakar nú reynslu Íslendinga sem flust hafa til Noregs í kreppunni.

„Í innflytjendafræðunum almennt er áherslan nánast öll á fólk utan Vesturlanda sem flytur í þennan heimshluta, en lítil sem engin á fólk sem flytur innan Vesturlanda og eins milli Norðurlanda. Í umræðunni er sá hópur heldur ekki settur fram sem vandamál,“ segir Guðbjört.

Tvöfalt fleiri Íslendingar en fyrir hrun

Tæpur þriðjungur af þeim íslensku ríkisborgurum sem fluttu af landi brott eftir efnahagshrunið 2008 fóru til Noregs og hefur fjöldi Íslendinga í Noregi rúmlega tvöfaldast eftir hrun. Guðbjört hefur í ár og í fyrra tekið viðtöl við Íslendinga í Noregi fyrir doktorsrannsókn sína í mannfræði við Háskóla Íslands. Eftir er að vinna úr viðtölunum en Guðbjört kynnti frumniðurstöðurnar á Þjóðarspegli félagsvísindadeildar.

Hún segir að í Noregi sé í raun sett samasammerki milli orðsins „innflytjandi“ og þess að vera dökkur á hörund og kominn langt að. Tölur norsku hagstofunnar taka þó til þeirra allra, óháð húðlit og uppruna. Það má því segja að nokkur skekkja sé þarna á milli því þegar talað er um fjölda innflytjenda í landinu sjá margir fyrir sér mun einsleitari hóp en raunverulega er bak við tölurnar. 

Yfir 8 þúsund Íslendingar í Noregi

Því staðreyndin er sú að flestir innflytjendur í Noregi koma frá Póllandi og Svíþjóð. Auk þess búa yfir 8 þúsund Íslendingar í Noregi og má segja að Íslendingar hafi ákveðna forgjöf þar miðað við marga aðra hópa.

„Það eru alls konar hugmyndir uppi um að Íslendingar séu upprunalegir Norðmenn, en auðvitað er það ekki svo einfalt. Það er talað eins og þeir hafi verið á Íslandi í einhvers konar einangrun og séu komnir aftur heim. Þannig að hugmyndir Norðmanna um Íslendinga eru mjög jákvæðar og þegar þeir segjast vera frá Íslandi fá þeir oft mun betra viðmót,“ segir Guðbjört.

Áhugavert er hins vegar að velta fyrir sér hinni hliðinni á þessum peningi. Guðbjört segir þetta jákvæða viðhorf til Íslendinga í raun hluta af stærri mynd sem felst í því að fólk er dæmt fyrirfram út frá því hvernig það lítur út og hvaðan það er.

Íslendingar hagnast á mismunun

„Að skoða þennan hóp varpar ákveðnu ljósi á stöðu annarra innflytjenda. Íslendingar búa  eiginlega við viss forréttindi í norsku samfélagi, sem þýðir að það er mismunun í gangi undir niðri. Það er til dæmis mjög meðvitað sem flestir Íslendingar í húsnæðisleit taka það fram í auglýsingunni hvaðan þeir eru, því það er alveg vitað mál að þá færðu jákvæðari viðbrögð. En með þessu ertu að taka þátt í og á vissan hátt að hagnýta þér kerfi sem mismunar fólki.“

Að sögn Guðbjartar er t.d. áberandi í umræðum á netinu að þeir Norðmenn sem viðhafa þjóðerniskennda hatursorðræðu gegn sumum hópum innflytjenda í Noregi, eins og múslímum, hampa oft Íslendingum og bjóða þá velkomna til landsins um leið og þeir fordæma aðra innflytjendur.

Ætluðu ekki að hópa sig saman en gerðu það samt

Eftir sem áður er nokkuð misjafnt hversu auðveldlega Íslendingar aðlagast norsku samfélagi. Þeir sem hafa áður verið í öðrum löndum á Norðurlöndum og ná hratt tökum á tungumálinu standa betur að vígi. Guðbjört segir að margir í þessum hópi líti sjálfir ekki á sig sem útlendinga í Noregi.

Sumir upplifa meiri erfiðleika við að aðlagast en þeir bjuggust við, til dæmis þeir sem ekki voru sterkir fyrir í dönsku. Þá nefnir Guðbjört dæmi um íslenska konu sem hefur orðið fyrir aðkasti úti á götu vegna þess að hún hefur ekki dæmigert norrænt útlit.

Margir Íslendinganna sem Guðbjört ræddi við nefndu að þeir skildu það betur eftir þá reynslu að flytja út hvers vegna innflytjendur af sama uppruna hópi sig oft saman. 

„Innflytjendur eru oft gagnrýndir fyrir að halda hópinn, en þau höfðu mörg skilning á því af því að Íslendingar gera það líka. Jafnvel þótt þeir hafi alls ekki ætlað sér það þá þróast það þannig því fólk á auðvelt með að tengja við aðra Íslendinga. En þetta á samt alls ekki við um alla.“

Myndu ekki sætta sig við sömu aðstæður á Íslandi

Þannig eru Íslendingar í Noregi að sjálfsögðu fjölbreytilegur hópur. Margir þeirra eiga það þó sameiginlegt að hafa alls ekki verið í þeim hugleiðingum fyrir efnahagshrun að flytja úr landi. 

„Sumir búa við aðstæður sem þeir myndu ekki sætta sig við heima á Íslandi. Þeir eru kannski í þeim sporum að vera að senda pening heim til fjölskyldunnar eða spara við sig í húsnæði því þeim finnst það svo yfirgengilega dýrt,“ segir Guðbjört.

„Einn sagði við mig „já, við erum bara farandverkamenn hér, alveg eins og Pólverjar,“ á meðan annar sagði „nei, það er ekki hægt að líkja þessu saman. Ég er ekki útlendingur heldur á ég heima hér“.

Fjöldi Íslendinga hefur rúmlega tvöfaldast í Noregi eftir hrun enda ...
Fjöldi Íslendinga hefur rúmlega tvöfaldast í Noregi eftir hrun enda hafa verið haldnir fjölmennir kynningarfundir hér á landi um atvinnumöguleika í Noregi. mbl.is/Golli
Ráðhúsið í Ósló.
Ráðhúsið í Ósló. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Við erum í kapphlaupi við tímann“

Í gær, 20:00 Sonur þeirra er að verða átján ára eftir nokkra mánuði. Það eina sem þau gera er að vona að hann nái því að verða átján ára. Síðasta afmælisdegi eyddi hann á bráðamóttökunni eftir að hafa tekið of stóran skammt. Það tókst að bjarga honum þá og síðan hefur honum ítrekað verið bjargað naumlega. Meira »

Eiginmaður Sunnu hlaut uppreist æru

Í gær, 19:57 Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem hefur legið lömuð á sjúkrahúsi í Malaga undanfarin mánuð, hlaut uppreist æru fyrir fimm árum. Meira »

Fjórir yfir þremur að stærð við Grímsey

Í gær, 18:50 Fjórir jarðskjálftar á bilinu 3,3 og 3,8 af stærð riðu yfir nálægt Grímsey nú á sjöunda tímanum í kvöld. Voru þeir allir á svipuðum slóðum og skjálftar síðustu daga. Aðeins hafði dregið úr skjálftavirkni í dag, en enn er þó mikill fjöldi skjálfta á hverri klukkustund á svæðinu. Meira »

Björgunarsveitir í startholunum

Í gær, 18:30 Aðgerðastjórnun hefur verið virkjuð á höfuðborgarsvæðinu ef lögregla og björgunarsveitir þurfa að grípa til aðgerða í óveðrinu í kvöld. Björgunarsveitir hafa þegar þurft að sinna einu útkalli í höfuðborginni í dag. Meira »

Íbúar ætla sjálfir að hefja vegagerð

Í gær, 18:11 „Við ætlum að hittast á morgun og ætlum að vekja athygli á því að það er búið að ýta þessum vegi af samgönguáætlun það lengi að við þurfum að sýna stjórnvöldum hvernig á að byrja á þessu verki.“ Meira »

Sósíalistar stefna á framboð í borginni

Í gær, 17:23 Sósíalistaflokkur Íslands ákvað á félagsfundi sínum í Rúg­brauðsgerðinni í dag að stefna á framboð í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Meira »

Óvissustigi lýst yfir suðvestanlands

Í gær, 15:28 Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en gul viðvör­un gild­ir fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið, Suður­land og Faxa­flóa í dag. Meira »

Dóra formaður Femínistafélags Pírata

Í gær, 15:33 Stofnfundur Femínistafélags Pírata var haldinn í gærkvöldi en fyrsti formaður félagsins er Dóra Björt Guðjónsdóttir. Ritari er Helena Magneu Stefánsdóttir og Valgerður Árnadóttir er gjaldkeri. Varamenn eru Helgi Hrafn Gunnarsson og Elín Eddudóttir. Meira »

Eldaði fyrir Bayern München

Í gær, 14:00 Það er ekki hver sem er sem fær að elda ofan í þýska fótboltaliðið Bayern München. Það fékk þó íslensk-þýski kokkurinn Daníel Rittweger að gera eftir að hafa sigrað í matreiðslukeppni. Daníel, sem útskrifaðist í síðustu viku úr náminu, starfar nú á sínum öðrum Michelin-stjörnu-veitingastað. Meira »

Siðmennt styður bann við umskurði drengja

Í gær, 13:47 Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hvetur Alþingi til þess að samþykkja frumvarp um bann við umskurði drengja. Meira »

Viðvörun gildir fyrir allt landið

Í gær, 13:28 Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir allt landið á miðvikudag en spáin í dag gerir ráð fyrir suðaustanstormi og er spáð að það fari í 35 metra á sekúndu í hviðum á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum. Meira »

Gullleitarmaðurinn Eldur

Í gær, 12:14 Nafnið passar vel við þennan unga mann; Eldur Ólafsson er jarðfræðingur með brennandi áhuga á auðlindum og viðskiptum. Eftir jarðhitavinnu í Kína beinir Eldur nú sjónum að Grænlandi. Þar er fókusinn á gullgreftri. Meira »

Spáð 35 m/s í hviðum

Í gær, 12:12 Veðrið er farið að versna en það hvessir af austri síðdegis í dag með snjókomu og skafrenningi á fjallvegum sunnan- og suðvestanlands en rigningu á láglendi. Meira »

„Langar ekki að svara þessum spurningum“

Í gær, 11:38 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það sé öllum þingmönnum hollt að gera ráð fyrir að allt sem þeir gera sé opinbert. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli hans í Silfrinu á Rúv í dag þar sem hann var gestur ásamt þremur öðrum þingmönnum. Meira »

Dregur úr skjálftavirkni við Grímsey

Í gær, 10:51 Heldur hefur dregið úr skjálftavirkni við Grímsey síðasta hálfa sólarhring. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa mælst um 170 skjálftar á svæðinu það sem af er degi. Á síma tíma í gær höfðu um 400 skjálftar mælst á svæðinu. Meira »

Akstursreikningar yfirfarnir af fjármálaskrifstofu

Í gær, 11:51 Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að allir reikningar sem þingmenn skili í þingið séu yfirfarnir af fjármálaskrifstofu þingsins til samþykktar eða synjunar og ef þeir eru samþykktir fá þingmenn greitt. Aksturpeningar voru ræddir á Sprengisandi í morgun. Meira »

Útboð á færslu Hamraneslína úr byggð

Í gær, 11:06 Landsnet hefur auglýst útboð á fyrsta áfanga við færslu Hamraneslína úr byggð í Hafnarfirði. Ásamt færslu Ísallína frá íbúðabyggð. Meira »

Leggst gegn því að umskurður verði refsiverður

Í gær, 09:28 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, leggst gegn því að umskurn á drengjum verði gerð refsiverð með breytingum á hegningarlögum. Hún segir að hætta sé á að gyðingdómur og íslam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum og einstaklingar sem aðhyllast þau verði bannaðir hér á landi eða óvelkomnir. Meira »
flottur furu hornskápur ódýr
er með flottan furu hornskáp á 25,000.kr sími 869-2798...
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í Strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi,raf...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Chesterfield sófi.
Til sölu þessi gullfallegi Chesterfield leðursófi. Til sýnis í versluninni Notað...
 
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Breyting á Aðalskipulagi Dala...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...
Félagslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl 9, ...