Morðrannsókn í Valle lokið

Norska lögreglan lauk í síðasta mánuði morðrannsókn þar sem 39 ára gamall íslenskur karlmaður er sakaður um að hafa orðið útvarpsmanni að bana með hnífi maí sl. í Valle.

Þann 14. október var Íslendingurinn, sem hefur játað að hafa stungið manninn, úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald, samtals átta vikur.

Málið var sent til ákæruvaldsins í Agder 

Íslendingurinn játaði að hafa banað Helge Dahle, sem hlaut nokkur stungusár, en hann bar við sjálfsvörn.  Lögreglan fór fram á áframhaldandi gæsluvarðhald, eða þar til réttarhöld hefjast. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert