Niðurstaðan sé ekki ráðin

Jarðýta hefur markað veglínuna.
Jarðýta hefur markað veglínuna. mbl.is/RAX

Nýtt umhverfismat þarf fyrir nýjan Álftanesveg ef dómsmál sem náttúruverndarsamtök hafa höfðað vegna framkvæmdanna í Gálgahrauni falla þeim í vil. Þetta segir Skúli Bjarnason, lögmaður samtakanna.

Hann gagnrýnir orð Erlings Ásgeirssonar, formanns bæjarráðs Garðabæjar, í Morgunblaðinu á föstudag þar sem hann sagði að baráttan um framkvæmdina væri töpuð fyrir náttúruverndarsamtökin og þó að þau hefðu sigur fyrir dómi breytti það engu um niðurstöðuna. Þau fjalli aðeins um málsmeðferðina og ef niðurstaða dómstóla væri sú að henni væri ábótavant þá yrði bætt úr því. Niðurstaðan yrði engu að síður sú sama. Þetta segir Skúli vera fjarri sanni.

„Það er alveg rétt að dómsmálin snúast fyrst og fremst um formhlið málsins. Ef dómur fellur okkur í vil þarf að gefa út framkvæmdaleyfi að nýju og þar með þarf að fara yfir umhverfismatið aftur. Það er hvorki á forræði Vegagerðarinnar né Garðabæjar,“ segir Skúli í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Mótmælendur í Gálgahrauni.
Mótmælendur í Gálgahrauni. mbl.is/Eggert
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert