Óska skýringa vegna vefsíðu um lifrarbólgumeðferð

Lifrarbólga C er illvígur sjúkdómur og tekur meðferð marga mánuði.
Lifrarbólga C er illvígur sjúkdómur og tekur meðferð marga mánuði. mbl.is/Brynjar Gauti

Embætti landlæknis hefur sent eigendum vefsíðu þar sem auglýst er svokölluð „ósonmeðferð“ gegn lifrarbólgu C, fyrirspurn um hvernig meðferðin fer fram og óskað eftir heimildum um gagnsemi hennar og skaðleysi.

Það var gert eftir að fyrirspurn barst embættinu um meðferðina. Samkvæmt upplýsingum embættisins er ósonmeðferð bönnuð í Bandaríkjunum.

Að sögn eiganda fyrirtækisins, sem heldur úti vefsíðunni o3.is, gerir það ekkert með ósoni annað en að lána fólki tæki til að blása hússvepp. Það lækni ekki eitt eða neitt. Eigandinn gaf ekki kost á frekara viðtali þegar eftir því var leitað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert