Ár í tékknesku fangelsi

Ljósmynd af vef tékknesku tollgæslunnar af farangri annarrar stúlkunnar.
Ljósmynd af vef tékknesku tollgæslunnar af farangri annarrar stúlkunnar. Ljósmynd/celnisprava.cz

Ár er í dag liðið frá því að tvær íslenskar stúlkur voru handteknar á Vaclav Havel-flugvellinum í Prag höfuðborg Tékklands en í fórum þeirra fannst mikið magn kókaíns. Samkvæmt heimildum mbl.is hefur ákæra verið gefin út en aðeins á tékknesku og á eftir að þýða hana og birta stúlkunum. Það verður væntanlega gert strax eftir helgi.

Stúlkurnar sem eru nítján ára flugu til Prag frá Sao Paulo í Brasilíu með millilendingu í München í Þýskalandi. Kókaínið var vandlega falið inni í fóðri töskunnar og kom fram í fyrstu fréttum að handtakan væri afrakstur samvinnu tékkneskra og þýskra yfirvalda.

Reiknað var með því að ákæra yrði gefin út í málinu í febrúar síðastliðnum en sökum þess að nýr saksóknari var skipaður hefur það tafist mikið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert